Tékkinn Filip Jicha hefur skrifað undir nýjan samning við þýska liðið THW Kiel. Samningurinn gildir til ársins 2028. Jicha tók við þjálfun THW Kiel af Alfreð Gíslasyni 2019. Árangur Jicha hefur verið misjafn síðustu ár og liðið tapað stöðu...
Handknattleikssambönd Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar hafa snúið bökum saman og krafist þess að Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, breyti reglugerðum sínum um stuttbuxur kvenna á stórmótum landsliða. Þar er kveðið á um að annað búningasett landsliðs verði að vera með hvítum...
Tyrkneska liðið Nilüfer BSK, sem lagði FH um síðustu helgi í 64-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik, dróst gegn HB Red Boys Differdange í 32-liða úrslitum keppninnar. Dregið var í gær. HB Red Boys Differdange mætti ÍBV í sömu...
Hákon Daði Styrmisson var markahæstur og skoraði 10 mörk úr 13 skotum þegar Eintracht Hagen vann Eulen Ludwigshafen, 39:29, í 8. umferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í gær. Sex markanna skoraði Hákon Daði úr vítaköstum.Eintracht Hagen situr í...
Bob Hanning framkvæmdastjóri þýska meistaraliðsins Füchse Berlin liggur sjaldan á skoðunum sínum. Í viðtali við Stuttgarter Zeitung gagnrýnir hann harðlega forystu þýska handknattleikssambandsins fyrir framkomu þess við Hassan Moustafa forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, í tengslum við væntanlega forsetakosningar IHF....
Færeyingar fögnuðu ákaft í leikslok í Lambhagahöllinni í gærkvöld eftir sögulegan sigur á Íslandi, eða „grannunum fyri vestan“ eins og segir á vef Kringvarpsins. Þetta var fyrsti sigur færeysks landsliðs á íslensku landsliði í undankeppni stórmóts í handknattleik. Sigurinn...
Portúgalska landsliðið sem íslenska landsliðið leikur við á sunnudaginn í undankeppni Evrópumóts kvenna tapaði með sjö marka mun fyrir Svartfellingum í hinum leik fjórða riðils undankeppninnar í dag, 29:22. Leikið var í Podgorica í Svartfjallalandi. Landslið Svartfellinga er talið...
Tomislav Jagurinoski fyrrverandi leikmaður Þórs á Akureyri hefur verið leystur undan samningi hjá þýska 2. deildarliðinu Dessau-Roßlauer HV. Aðeins eru þrír mánuðir síðan Jagurinoski gekk til liðs við félagið. Hann fékk þungt högg á bakið í æfingaleik í ágúst...
Željko Babić fyrrverandi landsliðsþjálfari Króatíu í handknattleik hefur tekið við þjálfun Zamalek í Egyptalandi. Forsvarsmenn Zamalek ráku óvænt Frakkann Franck Maurice í miðri keppni á heimsmeistaramóti félagsliða í upphafi þessa mánaðar. Maurice hafði aðeins verið þrjá mánuði í starfi...
Jannik Kohlbacher línumaður Rhein-Neckar Löwen og þýska landsliðsins hefur skrifað undir nýjan samning við Rhein-Neckar Löwen. Nýi samningurinn gildir til ársins 2029. Kohlbacher, sem stendur á þrítugu, hefur verið hjá Rhein-Neckar Löwen frá árinu 2018.Florian Kehrmann verður áfram þjálfari...
Heiðmar Felixson verður hugsanlega við stjórnvölin hjá þýska liðinu Hannover-Burgdorf í dag þegar það mætir Eisenach í þýsku 1. deildinni. Christian Prokop var með iðrakvef í gær og gat ekki stýrt æfingunni. Óvíst er hvort Prokop verði búinn að...
Eftir 12 ára veru hjá danska meistaraliðinu, Aalborg Håndbold, hefur danski handknattleiksmaðurinn Buster Juul tilkynnt að hann ætli að róa á ný mið næsta sumar. Juul, sem er 32 ára gamall er markahæsti leikmaður í sögu Aalborg Håndbold. Hann...
Harla óvenjulegt er að dómarar í íþróttum viðurkenni opinberlega að þeim hafi orðið á mistök þótt þeir séu mannlegir eins og aðrir og verði á að taka rangar ákvarðanir. Í ljós þess er afsökunarbréf dómarapars í Slóveníu áhugavert. Þeim...
Predrag Boskovic varaforseti Handknattleikssambands Evrópu, EHF, var handtekinn á mánudaginn og yfirheyrður af yfirvöldum í heimalandi sínu, Svartfjallalandi. Ekki er ljóst af hvaða ástæðum Boskovic var færður til lögreglu en talið að það tengist pólitísku starfi hans og erjum...
Einar Bragi Aðalsteinsson var næst markahæstur hjá IFK Kristianstad þegar liðið vann IFK Skövde, 36:24, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Einar Bragi skoraði sex mörk í átta skotum. Með sigrinum færðist IFK Kristianstad upp í annað sæti...