- Auglýsing -
- Auglýsing -

Útlönd

- Auglýsing -

Prokop varð að taka pokann sinn

Christian Prokop hefur verið leystur frá störfum hjá þýska handknattleiksliðinu Hannover-Burgdorf samkvæmt samkomulagi milli hans og félagsins. Til stóð að Prokop hætti í lok leiktíðar í vor og var ákveðið að Spánverjinn Juan Carlos Pastor tæki við í sumar....

Snýr aftur til Frakklands

Danska landsliðskonan Kristina Jørgensen gengur aftur til liðs við franska félagið Metz í sumar eftir tveggja ára dvöl hjá Evrópumeisturum Györi í Ungverjalandi. Danska sjónvarpsstöðin TV2 greinir frá því að búið sé að ganga frá félagaskiptunum og að Jørgensen...

Þjálfarinn sigursæli heldur áfram

Hinn sigursæli franski þjálfari Emmanuel Mayonnade hefur framlengt samning sinn við franska meistaraliðið Metz til ársins 2027. Mayonnade, sem er 42 ára gamall, hefur verið einstaklega sigursæll á rúmum áratug í þjálfarastól Metz. Hann var einnig landsliðsþjálfari Hollands frá...
- Auglýsing -

Þýska stjarnan heldur áfram í Ungverjalandi

Þýska landsliðskonan Emily Vogel hefur framlengt samning sinn við ungverska liðið FTC (Ferencváros) til tveggja ára, út leiktíðina 2028. Vogel, sem valin var í úrvalslið HM í síðasta mánuði í framhaldi af silfurverðlaunum þýska landsliðsins, fylgir þar með í...

Frönsku meistararnir voru fljótir að bregðast við

Spænska landsliðskonan Lyndie Tchaptchet hefur samið við franska meistaraliðið Metz Handball til næstu þriggja ára, samningurinn tekur gildi í sumar. Tchaptchet er ætlað að fylla skarðið sem franska landsliðskonan Sarah Bouktit skilur eftir sig. Bouktit hefur ákveðið að söðla...

Grænlendingar blása til sóknar – stefna á HM 2027

Grænlenska handknattleikssambandið hefur sett stefnuna á að kvennalandsliðið verði með á heimsmeistaramótinu 2027 sem fram fer í Ungverjalandi. Jakob Rosbach Larsen hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari og á að stýra landsliðinu inn á stórmótið. Grænlendingar voru á meðal þátttökuþjóða á...
- Auglýsing -

Íhugar að fara fyrr vegna bágrar stöðu

Bág staða norska handknattleiksliðsins Kolstad getur orðið til þess að landsliðsmaðurinn Simen Lyse kveðji félagið á næstu dögum eða vikum. Lyse ætlaði sér að flytja til franska meistaraliðsins PSG í sumar og skrifaði fyrr í vetur undir þriggja...

Gidsel íþróttamaður Danmerkur – karlandsliðið skaraði fram úr

Handknattleiksmaðurinn Mathias Gidsel var í gær kjörinn íþróttamaður ársins í Danmörku í hófi danska íþróttasambandsins sem haldið var með glæsibrag í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi. Gidsel, sem valinn var besti handknattleiksmaður heims 2023 og 2024 af...

Molakaffi: Steins, Danir, Malestein, Mayonnade, Bouktit, Arntzen

Svo virðist sem fregnir af hollenska landsliðsmanninum Luc Steins séu orðum auknar en flugufregnir hafa verið á sveimi síðustu daga um að Steins vilji fara frá franska meistaraliðinu PSG. Hafa skipti til Barcelona og Gummersbach m.a. verið nefnd. Þessar...
- Auglýsing -

Molakaffi: Meiddir dómarar, Abdou, Rabchinski, Haber, Uhd

Tékknesku dómararnir Vaclav Horacek og Jiri Novotny neyddust til þess að hætta við þátttöku á Evrópumóti karla í handknattleik sem hefst um miðjan mánuðinn. Annar þeirra félaga meiddist skömmu fyrir jól. Marko Boricic og Dejan Markovic frá Serbíu taka...

Molakaffi: Hanning, Mem, Kos, Gonzalel, Steins, leikmannaskipti

Bob Hanning framkvæmdastjóri þýska meistaraliðsins Füchse Berlin vonast til þess að fá fljótlega jákvætt svar frá franska handknattleiksmanninum Dika Mem en Hanning hefur átt í samningaviðræðum við Mem upp á síðkastið. Verði af komu franska handknattleikssnillingsins til Berlínarliðsins er...

Endi bundinn á fjögurra ára sigurgöngu

Odense Håndbold batt enda á fjögurra ára sigurgöngu Team Esbjerg í dönsku bikarkeppninni í handknattleik í gærkvöld. Að loknum miklum endaspretti vann Odense, 38:34, en liðið komst í fyrsta sinn yfir í úrslitaleiknum rúmum fimm mínútum fyrir leikslok, 31:30....
- Auglýsing -

Molakaffi: Kuzmanovic, Capdeville, Baruffet, Beneke, Fischer

Dominik Kuzmanovic markvörður Gummersbach og króatíska landsliðsins var í gær valinn handknattleiksmaður ársins í Króatíu, annað árið í röð. Gustavo Capdeville, annar markvarða portúgalska landsliðsins, hefur skrifað undir samning við TTH Holstebro í Danmörku frá og með næsta sumri. Hann...

Flytur heim eftir eitt og hálft ár – samningur er undirritaður

Stundum er sagt að ekki sé ráð nema í tíma sér tekið. Það má e.t.v. segja um þá tilkynningu danska landsliðsmannsins Niclas Kirkeløkke í dag. Hann hefur semsagt ákveðið að ganga til liðs við Fredericia HK sumarið 2027. Þá...

Molakaffi: Vedelsbøl, Kielce, Dujshebaev, úrslitaleikur, Østergaard

Landsliðsmaður Færeyinga, Isak Vedelsbøl, gengur til liðs við danska úrvalsdeildarliðið HØJ í sumar eftir tveggja ára veru hjá IK Sävehof. Vedelsbøl er mikið efni. Hann er ekki aðeins öflugur línumaður heldur afar lofandi varnarmaður. Vedelsbøl verður með færeyska...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -