- Auglýsing -
- Auglýsing -

Útlönd

- Auglýsing -

Endi bundinn á fjögurra ára sigurgöngu

Odense Håndbold batt enda á fjögurra ára sigurgöngu Team Esbjerg í dönsku bikarkeppninni í handknattleik í gærkvöld. Að loknum miklum endaspretti vann Odense, 38:34, en liðið komst í fyrsta sinn yfir í úrslitaleiknum rúmum fimm mínútum fyrir leikslok, 31:30....

Molakaffi: Kuzmanovic, Capdeville, Baruffet, Beneke, Fischer

Dominik Kuzmanovic markvörður Gummersbach og króatíska landsliðsins var í gær valinn handknattleiksmaður ársins í Króatíu, annað árið í röð. Gustavo Capdeville, annar markvarða portúgalska landsliðsins, hefur skrifað undir samning við TTH Holstebro í Danmörku frá og með næsta sumri. Hann...

Flytur heim eftir eitt og hálft ár – samningur er undirritaður

Stundum er sagt að ekki sé ráð nema í tíma sér tekið. Það má e.t.v. segja um þá tilkynningu danska landsliðsmannsins Niclas Kirkeløkke í dag. Hann hefur semsagt ákveðið að ganga til liðs við Fredericia HK sumarið 2027. Þá...
- Auglýsing -

Molakaffi: Vedelsbøl, Kielce, Dujshebaev, úrslitaleikur, Østergaard

Landsliðsmaður Færeyinga, Isak Vedelsbøl, gengur til liðs við danska úrvalsdeildarliðið HØJ í sumar eftir tveggja ára veru hjá IK Sävehof. Vedelsbøl er mikið efni. Hann er ekki aðeins öflugur línumaður heldur afar lofandi varnarmaður. Vedelsbøl verður með færeyska...

Molakaffi: Elmar, vítakeppni, undanúrslit, Pettersson

Elmar Erlingsson kom talsvert við sögu þegar lið hans Nordhorn-Lingen lagði Krefeld, 29:26, í síðasta leik ársins í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Elmar skoraði fjögur mörk í fimm skotum, gaf fjórar stoðsendingar og var vikið tvisvar af...

Molakaffi: Arnar, myndskeið, fjórir framlengja, N’Guessan, Pribetić

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark úr sex skotum þegar lið hans Amo HK vann óvæntan sigur á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær, 28:25. Einnig gaf Arnar Birkir fimm stoðsendingar. Amo HK situr í 9. sæti sænsku...
- Auglýsing -

Duvnjak er alls ekki af baki dottinn

Hinn þrautreyndi króatíski handknattleiksmaður Domagoj Duvnjak hefur ákveðið að vera um kyrrt í eitt ár til viðbótar hjá þýska stórliðinu THW Kiel. Duvnjak, sem er 37 ára gamall fyrirliði hjá Kiel, hefur skrifað undir eins árs samning við félagið....

Esbjerg spyrnir við fótum – biður fólk að gæta orða sinna

Danska handknattleiksliðið Team Esbjerg, eitt fremsta lið Evrópu í handknattleik kvenna, sér ástæðu til þess af gefnu tilefni að hvetja félagsmenn til að gæta að orðum sínum. Er þetta gert vegna þess að einhverjir hafa farið yfir langt yfirstrikið...

Meiðsli hjá Færeyingum – skipta út markverði í EM-hópnum

Annar af tveimur markvörðum færeyska EM-hópsins í handknattleik karla, Aleksandar Lacok, varð að draga sig út úr landsliðinu rétt fyrir jól þegar hann meiddist á hné með félagsliði sínu, TSV St. Otmar St. Gallen í Sviss. Í stað Lacok hefur...
- Auglýsing -

Þingið var farsi og handboltanum til skammar

Andreas Michelmann, forseti þýska handknattleikssambandsins, er ómyrkur í máli eftir þing Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, sem lauk á sunnudaginn í Kaíró. Hann segir þingið hafa verið farsa og alþjóðlegum handknattleik til minnkunar. Þýska handknattleikssambandið studdi dyggilega framboð Gerd Butzeck til forseta...

Molakaffi: Halilcevic, Mikler, Palicka, Svensson

Hin bosnísksættaða danska landsliðskona, Elma Halilcevic, hefur framlengt samning sinn við meistaraliðið Odense Håndbold. Hún hefur leikið með liðinu síðustu tvö ár en var áður með uppeldisfélagi sínu, Esbjerg, auk stuttrar dvalar hjá Nykøbing Falster. Markvörðurinn þrautreyndi, Roland Mikler, er...

Molakaffi: Pregler, Antonsen, Lindskog, Granlund, Køhler

Leikstjórnandinn Ole Pregler yfirgefur Gummersbach um áramótin og gengur til liðs við Göppingen. Er það hálfu ári fyrr en til stóð. Í stað Pregler fær Gummersbach Svíann Ludvig Hallbäck frá Göppingen. Hann semur við Gummersbach til ársins 2028. Danski handknattleiksmaðurinn...
- Auglýsing -

Jólafrí í þýsku deildinni á næsta ári

Leikið verður í tveimur efstu deildum karla í Þýskalandi á milli jóla og nýárs og einnig verður þá þráðurinn tekinn upp í efstu deild kvenna eftir hlé síðan fyrir heimsmeistaramót. Frank Bohmann framkvæmdastjóri þýsku deildarkeppninnar í karlaflokki segir að...

Molakaffi: Palicka, Bergerud, Sprengers, Sola, Eriksson

Andreas Palicka landsliðsmarkvörður Svíþjóðar er sagður kveðja norska liðið Kolstad í sumar og ganga til liðs við Füchse Berlin. Palicka kom til Kolstad fyrir yfirstandandi leiktíð. Fram undan er mikill samdráttur á öllum sviðum hjá Kolstad, m.a. launalækkun og...

Kurr er í kringum Dinart sem er í veikindaleyfi

Mikið kurr er í kringum Didier Dinart, fyrrverandi landsliðsþjálfara og landsliðsmann Frakklands, hjá franska liðinu US Ivry. Hann er þjálfari liðsins að nafninu til en hefur sjaldan sést á æfingum síðan í sumar og er sagður í veikindaleyfi. Á miðvikudaginn...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -