- Auglýsing -
- Auglýsing -

Útlönd

- Auglýsing -

Fleiri stórsigrar hjá norska landsliðinu

Norska landsliðið heldur áfram að hafa yfirburði í leikjum sínum á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Hollandi og Þýskalandi. Norska liðið rúllaði yfir brasilíska landsliðið í kvöld, 33:14, í síðasta leik sínum í milliriðli þrjú. Norska landsliðið hefur unnið...

HM kvenna ”25 – dagskrá, milliriðlar, úrslit, staðan

Milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna stendur yfir frá 2. til 8. desember. Keppt er fjórum sex liða riðlum og leikur hvert lið þrisvar sinnum. Úrslit frá riðlakeppninni fylgja liðum áfram í milliriðla. Tvö lið úr hverjum riðli komast ...

Svartfellingar burstuðu Serba – Attingre skellti í lás

Svartfellingar fylgja Þjóðverjum eftir í átta liða úrslit úr milliriðli tvö, þeim sem íslenska liðið á sæti í. Svartfellingar fóru illa með granna sína frá Serbíu í uppgjöri um annað sæti riðilsins í Westafalenhalle í Dortmund í dag, 33:17,...
- Auglýsing -

Stórsigur hjá Noregi og Danmörku – gulltryggð sæti í átta liða úrslitum

Norska landsliðið tók það tékkneska í kennslustund í handknattleik í kvöld í viðureign liðanna í milliriðlakeppni HM kvenna í handknattleik. Leikið var í Westfalenhalle í Dortmund. Tékkar vissu ekki sitt rjúkandi ráð frá upphafi til enda. Þeim tókst aðeins...

Svíar sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir sigur

Svíar unnu Suður-Kóreu örugglega í annarri umferð milliriðlakeppninnar á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Rotterdam í kvöld, 32:27. Þrátt fyrir sigurinn situr sænska landsliðið eftir með sárt ennið og kemst ekki í átta liða úrslit eins og stefnt var...

Danir leika í svörtum búningum í kvöld

Danska landsliðið leikur ýmist í svörtum eða rauðum stuttbuxum á heimsmeistaramótinu en þeim hvítu hefur verið lagt að beiðni leikmanna þótt rauðar treyjur við hvítar buxur hafi fram til þess verið „hinn eini sanni landsliðsbúningur“ Dana. Í kvöld gengur...
- Auglýsing -

Stórsigur Þjóðverja – Svartfellingar mæta Serbum í úrslitaleik

Þýskland er öruggt með sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik eftir stórsigur á Svartfellingum, 36:18, í annarri umferð milliriðlakeppninnar í Westafalenhallen í Dortmund. Þýska liðið var tíu mörkum yfir í hálfleik, 16:6. Svartfellingar eiga þar með fyrir...

Jafntefli hjá Færeyingum í háspennuleik í Dortmund

Færeyingar náðu jafntefli við Serba í fyrsta leik dagsins í milliriðli tvö á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna í Westafalenhallen í Dortmund í dag, 31:31. Jana Mittún jafnaði metin úr vítakasti þegar sex sekúndur voru eftir af leiktímanum. Jafnteflið er...

Samstaða Evrópu rofnar – Frakkar styðja Moustafa

Samstaða meðal handknattleikssambanda Evrópu um endurnýjun í forystu Alþjóða handknattleikssambandsins virðist vera að rofna, ef hún var einhvern tímann fyrir hendi. Philippe Bana, forseti franska handknattleikssambandsins, segir í viðtali við Gohandball að franska handknattleikssambandið ætli að styðja Egyptann Hassan...
- Auglýsing -

Molakaffi: Lagerquist, Nocandy, Landin

Sænska handknattleikskonan Anna Lagerquist leikur ekki fleiri leiki með sænska landsliðinu á heimsmeistaramótinu. Hún meiddist snemma í viðureign Svíþjóðar og Brasilíu í vikunni. Lagerquist hefur kvatt liðsfélaga sína og haldið til Ungverjalands til skoðunar hjá lækni Evrópumeistaranna Györ en...

Danir láta sig dreyma um sæti í 8-liða úrslitum

Danir, sem eru einstaklega þefvísir, þykjast finna lyktina af sæti í átta liða úrslitum eftir afar öruggan sigur á Senegal, 40:26, í fyrstu umferð milliriðils eitt í Rotterdam í kvöld. Sigurinn var afar öruggur eins og úrslitin gefa...

Norska landsliðið kjöldró það sænska

Norska landsliðið tók það sænska í kennslustund í fyrstu umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik og vann með 13 marka mun, 39:26, í Westfalenhalle í Dortmund. Fyrri hálfleikurinn var hrein niðurlæging fyrir sænska landsliðið. Evrópu- og Ólympíumeistarar Noregs léku...
- Auglýsing -

EHF sektar gjaldþrota félag og dæmir í 2 ára keppnisbann

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur sektað rekstrarfélag þýska handknattleiksliðsins HB Ludwigsburg um 25.000 evrur fyrir að gefa upp villandi upplýsingar um fjárhagsstöðu sína þegar félagið sótti um keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki í vor. Tveimur mánuðum síðar var...

Ennþá er von hjá Færeyingum þrátt fyrir tap

Þjóðverjar unnu Færeyinga, 36:26, í fyrstu umferð milliriðils tvö á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Dortmund í gær. Lið beggja þjóða eru með íslenska landsliðinu í riðli á mótinu. Þrátt fyrir tapið þá er ekki öll von úti hjá...

HM kvenna ”25 – dagskrá, riðlakeppni, úrslit, lokastaðan

Hér fyrir neðan er leikjadagskrá riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik 2025 sem stendur yfir í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14. desember. Dagskráin verður birt daglega og úrslit leikja uppfærð. Stöðunni í riðlunum verður bætt við eftir að...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -