Króatíski markvörðurinn Dominik Kuzmanovic gengur til liðs við Íslendingalið SC Magdeburg frá öðru Íslendingaliði, Vfl Gummersbach, í sumar. Kuzmanovic mun mynda markvarðapar með landa sínum Matej Mandic.
Tveir af markvörðum Magdeburg róa á önnur mið í sumar. Í dag tilkynnti...
Vuko Borozan, hægri skytta frá Svartfjallalandi, hefur komist að samkomulagi við norðumakedónska félagið RK Vardar 1961 að rifta samningi hans tafarlaust.
Borozan verður í eldlínunni með Svartfjallalandi á Evrópumótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, sem hefst á morgun. Svartfjallaland er...
Spænska félagið Barcelona hefur mikinn áhuga á að klófesta portúgalska ungstirnið Kiko Costa, sem væri hugsaður sem arftaki franska handknattleikssnillingsins Dika Mem.
Mem fer til Þýskalandsmeistara Füchse Berlín sumarið 2027 og vill Barcelona hafa vaðið fyrir neðan sig þegar kemur...
Norðmaðurinn Bjarte Myrhol hefur tilkynnt að hann hætti þjálfun karlaliðs Runar Håndball að yfirstandandi keppnistímabili loknu. Undir hans stjórn varð Runar norskur bikarmeistari á síðasta tímabili og hafnaði í þriðja sæti úrvalsdeildinni.
Í tilkynningu á heimasíðu Runars sagði Myrhol ástæðuna...
Slóvenska karlalandsliðið í handknattleik varð fyrir einu áfallinu enn í morgun þegar Handknattleikssamband Slóveníu tilkynnti að Klemen Ferlin, aðalmarkvörður liðsins, sé meiddur og geti því ekki tekið þátt á Evrópumótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, sem hefst á fimmtudaginn.
Óheppni...
Svíinn Oscar Carlén færir sig um set í sumar og tekur við þjálfun danska úrvalsdeildarliðsins Skjern. Carlén, sem er fyrrverandi handknattleiksmaður, hefur náð afar góðum árangri hjá Ystads IF en liðið varð síðast meistari undir hans stjórn á síðasta...
Mathias Gidsel, hægri skytta heims- og ólympíumeistara Danmerkur, fer ekki í grafgötur með það að Danir séu sigurstranglegastir á komandi Evrópumóti sem fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð og hefst síðar í vikunni.
Gidsel leikur með Þýskalandsmeisturum Füchse Berlín...
Spánverjinn Juan Carlos Pastor, nýr þjálfari karlaliðs TSV Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni, lenti í töluverðum ógöngum þegar hann hugðist ferðast til Hannover í því skyni að stýra sinni fyrstu æfingu. Pastor lenti til að mynda í snjóstormi.
Bild greinir...
Stevče Alušovski fyrrverandi þjálfari Þórs á Akureyri hefur verið ráðinn þjálfari Norður-Makedóníumeistara Eurofarm Pelister. Alušovski tekur við Ruben Garabaya sem leystur var frá störfum á dögunum eftir skamma dvöl hjá félaginu.
Alušovski tók við Þór sumarið 2021 en var látinn...
Sænska landsliðskonan Linn Blohm og línukona Evrópumeistara Györi í Ungverjalandi verður frá keppni næsta árið eftir að hafa slitið krossband á dögunum. Hún mun gangast undir aðgerð í Svíþjóð fljótlega en endurhæfingin fer fram undir stjórn sjúkraþjálfara ungverska liðsins.
„Þetta...
Katrine Lunde, landsliðsmarkvörður heims-, Evrópu- og ólympíumeistari Noregs í handknattleik kvenna, var valin íþróttanafn Noregs (Årets navn), fyrir árið 2025. Valið var tilkynnt á Idrettsgallaen 2026 sem fram fór í Noregi í dag. Idrettsgallaen er uppgjörshátíð norska íþróttasambandsins. Årets...
Simon Pytlick, leikmaður danska landsliðsins og SG Flensburg-Handewitt í Þýskalandi, segist vonast til þess að fá að fara til Þýskalandsmeistara Füchse Berlínar einu ári fyrr en áætlað er.
Pytlick hefur samið við Füchse um að ganga til liðs við félagið...
Franski handknattleikssnillingurinn Dika Mem mun ganga til liðs við þýska meistaraliðið Füchse Berlín sumarið 2027 þegar samningur hans við spænsku meistarana í Barcelona rennur út.
Handball World greinir frá því að Mem hafi veitt munnlegt samþykki fyrir því að ganga...
Einn áhrifamesti handknattleiksþjálfari á síðari hluta 20. aldar, Anatólij Evtúsjenkó, lést 91 árs gamall 6. janúar. Evtúsjenkó var landsliðsþjálfari karlalandsliðs Sovétríkjanna frá 1969 til 1990. Á þeim tíma varð sovéska landsliðið Ólympíumeistari 1976 og 1988 auk þess að hreppa...
Lasse Andersson, landsliðsmaður Danmerkur og leikmaður Füchse Berlin, leikur ekkert með í vináttuleikjum Dana við Noreg í dag og heldur ekki gegn Grikkjum á sunnudag. Andersson tognaði á kviðvöðva nokkru fyrir jól og hefur síðan ekkert komið nærri handbolta....