- Auglýsing -
- Auglýsing -

Útlönd

- Auglýsing -

Frönsku meistararnir voru fljótir að bregast við

Spænska landsliðskonan Lyndie Tchaptchet hefur samið við franska meistaraliðið Metz Handball til næstu þriggja ára, samningurinn tekur gildi í sumar. Tchaptchet er ætlað að fylla skarðið sem franska landsliðskonan Sarah Bouktit skilur eftir sig. Bouktit hefur ákveðið að söðla...

Grænlendingar blása til sóknar – stefna á HM 2027

Grænlenska handknattleikssambandið hefur sett stefnuna á að kvennalandsliðið verði með á heimsmeistaramótinu 2027 sem fram fer í Ungverjalandi. Jakob Rosbach Larsen hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari og á að stýra landsliðinu inn á stórmótið. Grænlendingar voru á meðal þátttökuþjóða á...

Íhugar að fara fyrr vegna bágrar stöðu

Bág staða norska handknattleiksliðsins Kolstad getur orðið til þess að landsliðsmaðurinn Simen Lyse kveðji félagið á næstu dögum eða vikum. Lyse ætlaði sér að flytja til franska meistaraliðsins PSG í sumar og skrifaði fyrr í vetur undir þriggja...
- Auglýsing -

Gidsel íþróttamaður Danmerkur – karlandsliðið skaraði fram úr

Handknattleiksmaðurinn Mathias Gidsel var í gær kjörinn íþróttamaður ársins í Danmörku í hófi danska íþróttasambandsins sem haldið var með glæsibrag í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi. Gidsel, sem valinn var besti handknattleiksmaður heims 2023 og 2024 af...

Molakaffi: Steins, Danir, Malestein, Mayonnade, Bouktit, Arntzen

Svo virðist sem fregnir af hollenska landsliðsmanninum Luc Steins séu orðum auknar en flugufregnir hafa verið á sveimi síðustu daga um að Steins vilji fara frá franska meistaraliðinu PSG. Hafa skipti til Barcelona og Gummersbach m.a. verið nefnd. Þessar...

Molakaffi: Meiddir dómarar, Abdou, Rabchinski, Haber, Uhd

Tékknesku dómararnir Vaclav Horacek og Jiri Novotny neyddust til þess að hætta við þátttöku á Evrópumóti karla í handknattleik sem hefst um miðjan mánuðinn. Annar þeirra félaga meiddist skömmu fyrir jól. Marko Boricic og Dejan Markovic frá Serbíu taka...
- Auglýsing -

Molakaffi: Hanning, Mem, Kos, Gonzalel, Steins, leikmannaskipti

Bob Hanning framkvæmdastjóri þýska meistaraliðsins Füchse Berlin vonast til þess að fá fljótlega jákvætt svar frá franska handknattleiksmanninum Dika Mem en Hanning hefur átt í samningaviðræðum við Mem upp á síðkastið. Verði af komu franska handknattleikssnillingsins til Berlínarliðsins er...

Endi bundinn á fjögurra ára sigurgöngu

Odense Håndbold batt enda á fjögurra ára sigurgöngu Team Esbjerg í dönsku bikarkeppninni í handknattleik í gærkvöld. Að loknum miklum endaspretti vann Odense, 38:34, en liðið komst í fyrsta sinn yfir í úrslitaleiknum rúmum fimm mínútum fyrir leikslok, 31:30....

Molakaffi: Kuzmanovic, Capdeville, Baruffet, Beneke, Fischer

Dominik Kuzmanovic markvörður Gummersbach og króatíska landsliðsins var í gær valinn handknattleiksmaður ársins í Króatíu, annað árið í röð. Gustavo Capdeville, annar markvarða portúgalska landsliðsins, hefur skrifað undir samning við TTH Holstebro í Danmörku frá og með næsta sumri. Hann...
- Auglýsing -

Flytur heim eftir eitt og hálft ár – samningur er undirritaður

Stundum er sagt að ekki sé ráð nema í tíma sér tekið. Það má e.t.v. segja um þá tilkynningu danska landsliðsmannsins Niclas Kirkeløkke í dag. Hann hefur semsagt ákveðið að ganga til liðs við Fredericia HK sumarið 2027. Þá...

Molakaffi: Vedelsbøl, Kielce, Dujshebaev, úrslitaleikur, Østergaard

Landsliðsmaður Færeyinga, Isak Vedelsbøl, gengur til liðs við danska úrvalsdeildarliðið HØJ í sumar eftir tveggja ára veru hjá IK Sävehof. Vedelsbøl er mikið efni. Hann er ekki aðeins öflugur línumaður heldur afar lofandi varnarmaður. Vedelsbøl verður með færeyska...

Molakaffi: Elmar, vítakeppni, undanúrslit, Pettersson

Elmar Erlingsson kom talsvert við sögu þegar lið hans Nordhorn-Lingen lagði Krefeld, 29:26, í síðasta leik ársins í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Elmar skoraði fjögur mörk í fimm skotum, gaf fjórar stoðsendingar og var vikið tvisvar af...
- Auglýsing -

Molakaffi: Arnar, myndskeið, fjórir framlengja, N’Guessan, Pribetić

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark úr sex skotum þegar lið hans Amo HK vann óvæntan sigur á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær, 28:25. Einnig gaf Arnar Birkir fimm stoðsendingar. Amo HK situr í 9. sæti sænsku...

Duvnjak er alls ekki af baki dottinn

Hinn þrautreyndi króatíski handknattleiksmaður Domagoj Duvnjak hefur ákveðið að vera um kyrrt í eitt ár til viðbótar hjá þýska stórliðinu THW Kiel. Duvnjak, sem er 37 ára gamall fyrirliði hjá Kiel, hefur skrifað undir eins árs samning við félagið....

Esbjerg spyrnir við fótum – biður fólk að gæta orða sinna

Danska handknattleiksliðið Team Esbjerg, eitt fremsta lið Evrópu í handknattleik kvenna, sér ástæðu til þess af gefnu tilefni að hvetja félagsmenn til að gæta að orðum sínum. Er þetta gert vegna þess að einhverjir hafa farið yfir langt yfirstrikið...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -