- Auglýsing -
- Auglýsing -

Útlönd

- Auglýsing -

Myndskeið: Átti jöfnunarmarkið í Kielce ekki að standa?

Buster Juul tryggði danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold jafntefli, 32:32, með umdeildu jöfnunarmarki í Kielce í Póllandi. Hann skoraði á síðustu sekúndubrotum leiksins. Forsvarsmenn pólska liðsins og pólskir fjölmiðlar fara hins vegar mikinn vegna marksins sem þeir telja hafa verið...

Miklar skuldir þrengja að rekstri HSV Hamburg

HSV Hamburg hefur komið mörgum á óvart í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik á þessu tímabili. Utan vallar heldur erfiður fjárhagur áfram að þrengja að félaginu. Samkvæmt Hamburger Abendblatt á HSV nú yfir höfði sér stigarefsingu vegna vaxandi halla á...

Molakaffi: Monsi, Mittún, Igropulo, Ortega, Imre, Dissinger

Úlfar Páll Monsi Þórðarson og liðsfélagar í RK ALkaloid töpuðu í gær öðrum leik sínum í röð í úrvalsdeildinni í Norður Makedóníu. Að þessu sinni biðu þeir lægri hlut í viðureign við HC Ohrid, 28:24. Monsi skoraði tvö mörk...
- Auglýsing -

Molakaffi: Portner, Mem, De Vargas, Lichtlein, Kaddah

Nikola Portner, landsliðsmarkvörður Sviss, virðist vera á leið frá Evrópumeisturum SC Magdeburg. Hann hefur verið orðaður við ýmis félög á síðustu viku. Nýjasta liðið er Pick Szeged í Ungverjalandi eftir því sem Sport Bild í Þýskalandi segir frá.Portner er...

Molakaffi: Markussen, Sako, Persson, Reinhardt, Kristensen, Thomsen

Danski handknattleiksmaðurinn Nikolaj Markussen hefur ákveðið að láta gott heita af handknattleiksiðkun næsta sumar, 37 ára gamall. Markussen skaut fram á sjónarsviðið fyrir 16 árum og voru miklar vonir bundnar við hann. Lék Markussen, sem er 212 sentimetrar á...

Serbar hafa valið hópinn sem mætir Íslandi á HM

José Ignacio Prades landsliðsþjálfari Serbíu í handknattleik kvenna hefur valið 18 leikmenn til þátttöku á heimsmeistaramótinu sem hefst síðar í þessum mánuði. Serbneska landsliðið verður í riðli með íslenska landsliðinu og mætast liðin í annarri umferð riðlakeppninnar föstudaginn 28....
- Auglýsing -

Molakaffi: Haukur, Benedikt, Viktor, Egilsnes, Hansen, Hernandez

Haukur Þrastarson var valinn leikmaður októbermánaðar hjá þýska handknattleiksliðinu Rhein-Neckar Löwen. Haukur, sem kom til félagsins í sumar, hefur fallið vel inn í leik þess. Hann skoraði m.a. 23 mörk og átti jafnmargar stoðsendingar í nýliðnum mánuði. Benedikt Emil Aðalsteinsson...

Þjálfari Viktors Gísla í leikbann og þarf að greiða sekt

Carlos Ortega þjálfari handknattleiksliðs Barcelona, sem landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímssonar leikur með, hefur verið úrskurðaður í eins leiks keppnisbann á vegum EHF og til greiðslu sektar vegna óíþróttamannslegrar framkomu eftir viðureign Barcelona og Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu sem...

Dregið hefur verið í aðra umferð forkeppni HM karla

Dregið var í morgun í aðra umferð forkeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik. Fyrstu umferð lauk á sunnudaginn og komust Kósovó, Lettland og Tyrkland áfram í aðra umferð og voru þar með í skálunum sem dregið var úr í morgun...
- Auglýsing -

EHF veitir Kolstad undanþágu

Norska meistaraliðið Kolstad hefur fengið undanþágu hjá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, til þess að leika næsta heimaleik sinn í Meistaradeild í Kolstad Arena í Þrándheimi í stað Trondheim-Spektrum. Umræddur leikur verður gegn ungverska meistaraliðinu One Veszprém.Kolstad Arena rúmar 2.500 áhorfendur...

Molakaffi: Donni, Juul, Vasile, Thomsen

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, náði sér ekki á strik í gærkvöld þegar lið hans, Skanderborg, tapaði með 11 marka mun fyrir Nordsjælland í upphafsleik 10. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Donni, skoraði eitt mark úr þremur skotum og átti...

Fyrsti andstæðingur Íslands á HM hefur valið keppnishópinn

Markus Gaugisch landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik kvenna hefur valið 17 leikmenn til undirbúnings og þátttöku á heimsmeistaramótinu sem hefst með viðureign við íslenska landsliðið í Porsche-Arena í Stuttgart miðvikudaginn 26. nóvember klukkan 17.Þýska landsliðið kemur saman til fyrstu æfingar...
- Auglýsing -

Molakaffi: Gaugisch, Mem, Wille, Taleski

Markus Gaugisch þjálfari þýska kvennalandsliðsins í handknattleik kynnir í dag hvaða 18 leikmenn hann ætlar að tefla fram á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna sem hefst 26. nóvember. Fyrsti leikur þýska landsliðsins verður gegn íslenska landsliðinu í Porsche-Arena í Stuttgart...

Vináttulandsleikir á sunnudaginn – úrslit

Í gær voru sex vináttuleikir karlalandsliða. Úrslit þeirra voru þessi:Rúmenía - Slóvakía 33:25 (17:10).Belarus - Rússland 34:28 (16:11).Georgía - Úkraína 28:32 (14:16).Danmörk - Færeyjar 39:24 (22:13).Noregur - Holland 33:37 (15:15).Þýskaland - Ísland 29:31 (15:16).Sjá einnig: Úrslit vináttuleikja í dag...

Þrjú landslið komust í aðra umferð forkeppni HM – Alexander með Lettum

Kósovó, Lettland og Tyrkland komust áfram úr fyrstu umferð forkeppni heimsmeistaramóts karla í handknattelik sem lauk í gær.Kósovó vann Bretland í tveimur leikjum samanlagt 67:56. Lettar, með Alexander Petersson í þjálfarateyminu, hafði betur í tveimur leikjum við landslið Lúxemborgar,...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -