Danir, sem eru einstaklega þefvísir, þykjast finna lyktina af sæti í átta liða úrslitum eftir afar öruggan sigur á Senegal, 40:26, í fyrstu umferð milliriðils eitt í Rotterdam í kvöld. Sigurinn var afar öruggur eins og úrslitin gefa...
Norska landsliðið tók það sænska í kennslustund í fyrstu umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik og vann með 13 marka mun, 39:26, í Westfalenhalle í Dortmund. Fyrri hálfleikurinn var hrein niðurlæging fyrir sænska landsliðið. Evrópu- og Ólympíumeistarar Noregs léku...
Milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna stendur yfir frá 2. til 8. desember. Keppt er fjórum sex liða riðlum og leikur hvert lið þrisvar sinnum. Úrslit frá riðlakeppninni fylgja liðum áfram í milliriðla. Tvö lið úr hverjum riðli komast ...
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur sektað rekstrarfélag þýska handknattleiksliðsins HB Ludwigsburg um 25.000 evrur fyrir að gefa upp villandi upplýsingar um fjárhagsstöðu sína þegar félagið sótti um keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki í vor. Tveimur mánuðum síðar var...
Þjóðverjar unnu Færeyinga, 36:26, í fyrstu umferð milliriðils tvö á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Dortmund í gær. Lið beggja þjóða eru með íslenska landsliðinu í riðli á mótinu. Þrátt fyrir tapið þá er ekki öll von úti hjá...
Hér fyrir neðan er leikjadagskrá riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik 2025 sem stendur yfir í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóvember til 14. desember. Dagskráin verður birt daglega og úrslit leikja uppfærð.
Stöðunni í riðlunum verður bætt við eftir að...
Serbar unnu frábæran sigur á Spánverjum í fyrstu umferð í milliriðli tvö á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik, 31:29, í Westfalenhallen í Dortmund. Serbneska liðið sneri leiknum sér í hag með miklum endaspretti en 13 mínútum fyrir leikslok voru Spánverjar...
Staðfest var í gær að danski landsliðsmaðurinn Simon Pytlick gengur til liðs við Füchse Berlin frá Flensburg sumarið 2027. Samningur Pytlick við Berlínarliðið gildir til ársins 2030. Hermt er að Füchse Berlin greiði 450 þúsund evrur fyrir danska landsliðsmanninn,...
Færeyingar unnu öruggan sigur á landsliði Paragvæ í síðasta leik sínum í D-riðli heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í dag, 36:25. Leikið var í Tríer. Færeyska liðið er þar með gulltryggt í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn en þetta er...
„Mér finnst þetta hneykslanlegt og sýnir að íþróttir kvenna eru settar skör lægra,“ sagði Randi Gustad, formaður norska handknattleikssambandsins, í samtali við Dagbladet í Noregi. „Ég býst við meiru af evrópsku stórveldi eins og Þýskalandi hvað varðar samfélagslega ábyrgð...
Austurríski landsliðsmaðurinn Nikola Bilyk hefur samið við HC Kriens-Luzern í Sviss. Samningurinn tekur gildi næsta sumar þegar samningur Bilyk við THW Kiel rennur út. HC Kriens-Luzern lék í tvígang við Fram á síðustu vikum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og vann...
Færeyingar brutu blað í íþróttasögu sinni í kvöld þegar kvennalandsliðið vann sinn fyrsta sigur í lokakeppni heimsmeistaramóts í handknattleik. Færeyska landsliðið vann Spán, 27:25, í hörkuleik í Tríer í Þýskalandi. Jana Mittun skoraði tvö síðustu mörk leiksins og innsiglaði...
Þýska landsliðið var ekki í vandræðum með að tryggja sér sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna. Þýska landsliðið vann stórsigur á landsliði Úrúgvæ, 38:12, í fyrri viðureign dagsins í 2. umferð C-riðils. Þýska landsliðið hefur þar með unnið...
Serbía vann öruggan sigur á Úrúgvæ, 31:19, í síðari leik C-riðils á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Porsche Arena í Stuttgart í kvöld. Serbar verða næstu andstæðingur íslenska landsliðsins á mótinu á föstudagskvöld klukkan 19.30.
Úrúgvæar héngu í Serbum lengst...
Miklar bollaleggingar hafa verið undanfarnar vikur um hugsanlegt brotthvarf Bertram Obling markvarðar Gummersbach frá félaginu næsta sumar. Nú er óhætt að leggja allar bollaleggingar varðandi Obling og framtíð hans til hliðar. Obling hefur skrifað undir nýjan samning við félagið...