Henning Fritz, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands, hefur dregið fram skóna og ætlar að vera Flensburg til halds og trausts út keppninstímabilið eftir að ljóst var að Benjamin Buric leikur ekki fleiri leiki á keppnistímabilinu vegna meiðsla. Fritz er 46 ára...
Í seinni undanúrslitaleiknum í Meistaradeild kvenna í handknattleik mætast rússneska liðið CSKA og norska liðið Vipers. Liðunum hefur aldrei tekist að komast alla leið í úrslitaleikinn. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem lið þessara félaga leiða saman hesta...
Biðinni löngu eftir Final4 úrslitahelginni í Meistaradeild er lokið. Tveimur árum eftir að titlinum eftirsótta var síðast fagnað í Búdapest mæta fjögur bestu kvennalið álfunnar á ný í Papp László Sportaréna-íþróttahöllina í Búdapest til þess að taka þátt í...
Patrick Groetzki leikur vart meira með Rhein-Neckar Löwen á keppnistímabilinu eftir að hafa meiðst á æfingu. Ekki var greint frá hversu alvarleg meiðsli hans eru en vonir standa til þess að Groetzki verði tilbúinn í slaginn þegar þýska landsliðið...
Ramon Gallego, sem árum saman hefur verið formaður dómaranefndar Alþjóða handknattleikssambandsins IHF, hefur sagt embætti sínu lausu og er hættur í stjórn IHF. Hann segir ástæðu þessa vera óeðlileg afskipti forseta IHF, hins 77 ára gamla Egypta Hassan Moustafa,...
Færeyski handknattleikmaðurinn Áki Egilsnes og leikmaður KA staðfestir í samtali við FM1 í Færeyjum að hann gangi til liðs við þýska 2. deildarliðið EHV Aue í sumar. Eins og handbolti.is greindi frá í gær samkvæmt heimildum þá hafa staðið...
Sveinn Jóhannsson og samherjar í danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE féllu í gær út úr dönsku bikarkeppninni í handknattleik þegar þeir töpuðu fyrir 2. deildarliðinu IK Skovbakken , 27:26. Sveinn skoraði sex mörk fyrir SönderjyskE en liðið er nú komið í...
Annika Fríðheim Petersen, markvörður Hauka, hefur verið valin í færeyska landsliðið sem tekur þátt í forkeppni að riðlakeppni Evrópumótsins í byrjun júní. Færeyska landsliðið verður í riðli með landsliðum Finnlands og Ísrael. Sigurlið riðilsins fær sæti í undankeppninni sem...
Í annað sinn í röð verða engir áhorfendur á úrslitahelgi Meistaradeildar karla í handknattleik í Lanxess-Arena í Köln í 12. og 13. júni. Einnig var leikið fyrir luktum dyrum í úrslitum keppninnar í desember á síðasta ári. Eins...
Sænski handknattleiksmaðurinn Kim Ekdahl Du Rietz hefur ákveðið að draga skóna fram úr hillunni og leika með Rhein-Neckar Löwen í úrslitahelgi Evrópudeildarinnar í handknattleik sem fram fer um helgina í Mannheim. Du Rietz er mikið ólíkindatól en hann lagði...
Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Kolding unnu Tönder, 31:24, í dönsku bikarkeppninni í gærkvöld en leikið var á heimavelli Tönder. Þetta var síðasti leikur Ágústs og félaga á leiktíðinni. Bikarkeppninni verður framhaldið í haust en sigurinn í gærkvöld...
Yfirvöld í Búdapest í Ungverjalandi hafa veitt leyfi til þess að selt verði í helming sæta í Papp László Sportaréna-íþróttahöllinni í Búdapest á leiki úrslitahelgar Meistaradeildar kvenna sem fram fer 29. og 30. maí. Papp László Sportaréna-íþróttahöllin rúmar 12.500...
Danski handknattleiksmaðurinn Lasse Møller hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli síðan hann gekk til liðs við Flensburg á síðasta sumri. Eftir nokkra góða leiki í haust meiddist hann á handlegg og varð að fara í aðgerð af þeim sökum....
Franski landsliðsmaðurinn Valentin Porte hefur framlengt samning sinn við Montpellier til ársins 2024. Tatran Presov varð á sunnudaginn meistari í Slóvakíu í fjórtánda árið í röð í karlaflokki. Spennandi deildarkeppni þar að baki.Á laugardaginn varð RK Vojvodina serbneskur landsmeistari í...
Estavana Polman, ein fremsta handknattleikskona heims og fyrirliði hollenska landsliðsins þegar það varð heimsmeistari fyrir hálfu öðru ári, leikur ekki meira með Esbjerg á tímabilinu. Hún meiddist á hné í kappleik á fimmtudaginn. Polman sleit krossband í hné í...