Johannes Bitter lék á ný með Stuttgart í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld þegar liðið vann Nordhorn með 12 marka mun, 36:24, á heimavelli. Bitter hefur verið frá keppni í hálfan mánuð eftir að hafa smitast af...
Átta dagar eru þangað til flautað verður til leiks á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Handbolti.is kynnir liðin 16 til leiks hvert á fætur öðru á næstu dögum allt til 3. desember. Nú er röðin komin að Krótaíu....
Engan bilbug er að finna á Hassan Moustafa, forseta Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF. Moustafa er ákveðinn í að heimsmeistaramótið í handknattleik karla fari fram í Egyptalandi í janúar, nánast hvað sem tautar eða raula. Hann segir mikilvægt að stærsta svið...
Danska handknattleikskonan Helena Elver varð að draga sig út úr landsliðinu í morgun eftir að staðfest var að hún sleit krossband í hné í upphitun fyrir vináttuleik danska og norska landsliðsins í Vejle í gærkvöldi.Elver er 22 ára gömul...
Átta dagar eru þangað til flautað verður til leiks á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Af því tilefni byrjar handbolti.is í dag að kynna liðin 16 til leiks hvert á fætur öðru á næstu dögum allt til 3....
Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem fram eiga að fara í París sumarið 2024 eru sagðir hafa í hyggju að handknattleikskeppni leikanna fari alls ekki fram í París heldur á Pierre Mauroy-leikvangi í Lille.Um þessar mundir er öllum steinum velt við...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði fjögur mörk í sjö skotum þegar PAUC vann Saint-Raphaël, 29:26, í efstu deild franska handknattleiksins í gærkvöld. Þetta var fimmti leikur Donna og samherja í deildinni á leiktíðinni og jafnframt sá fimmti á útivelli....
Sigvaldi Björn Guðjónsson glímir enn við meiðsli sem hann hlaut í leik Vive Kielce fyrir viku og var þar af leiðandi ekki með liðinu í kvöld þegar það tók á móti Vardar Skopje í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á...
Grunur er um að kórónuveirusmit hafi borist á milli leikmanna í kappleik í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik um síðustu helgi. Mark Nikolajsen, leikmaður Lemvig hefur nú greinst smitaður, en hann atti kappi við Emil Madsen, leikmann bikarmeistara GOG, í...
Rússneska kvennalandsliðið í handknattleik hefur orðið fyrir þriðja áfallinu á skömmum tíma í aðdraganda Evrópumótsins sem hefst í Danmörku 3. desember. Nú hefur verið staðfest að Anna Vyakhireva verður ekki með landsliðinu í keppninni. Hún meiddist í baki í...
Michael Wiederer, forseti Handknattleikssambands Evrópu, EHF, hefur tilkynnt að hann sækist eftir endurkjöri á þingi EHF 23. og 24. apríl á næsta ári. Þingið fer fram í Lúxemborg. Framboðsfrestur til kjörs forseta, stjórnar og fleiri embætta rennur út 23....
Skipuleggjendur Evrópumóts kvenna í handknattleik segja að allir verði að gera sér grein fyrir að mótið sem nú stendur fyrir dyrum og hefst 3. desember verði ekki líkt öðrum stórmótum á síðustu árum. Þeir draga ekki fjöður yfir að...
Eftir leiki sem fram fóru um síðustu helgi var gert hlé á keppni í Meistaradeild kvenna í handknattleik vegna Evrópumótsins sem hefst 3. desember. Þótt dagskrá keppninnar hafi farið úr skorðum undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar þá hefur það ekki...
Norska handknattleikskonan Amanda Kurtovic leikur ekki meira með ungverska stórliðinu Györi, að sinni að minnsta kosti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í morgun. Henni er frjálst að leita að leigusamningi hjá öðru liði nú...
Hollenska handknattleikskonan Nycke Groot tilkynnti í gær að hún ætli að leggja keppnisskóna á hilluna við lok leiktíðar á komandi vori. Groot hefur leikið með Odense Håndbold frá 2019 en var þar á undan m.a. í fjögur ár hjá...