Þýska handknattleiksliðið Lemgo, sem Bjarki Már Elísson leikur með, greinir frá í tilkynningu að við venjubundið eftirlit með leikmönnum og starfsmönnum félagsins á föstudaginn hafi einn leikmaður liðsins reynst jákvæður og þar af leiðandi smitaður af kórónuveirunni.
Af þessum sökum...
Allir leikmenn þýska 1. deildarliðsins Leipzig eru ýmist komnir í sóttkví eða eingangrun eftir því sem félagið greindi frá í gærkvöldi. Um miðja vikuna reyndist þjálfari liðsins, Andre Haber vera smitaður og fór þar af leiðandi ekki með liðinu...
Sænski landsliðsmaðurinn og leikmaður Füchse Berlin, Mattias Zachrisson, hefur ákveðið að hætta í handknattleik. Hann hefur átt í langvinnum meiðslum í vinstri öxl og því miður virðist ekki mikil von um að hann nái sér af þeim, alltént ekki...
Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins, segir að fyrir löngu sé kominn tími til að skera upp herör gegn langdregnum sóknarleik margra liða. Oft standi sóknir yfir í hálfa aðra og jafnvel upp í tvær mínútur sem er óþolandi...
Þeim fjölgar stöðugt leikjunum í undankeppni EM karla sem hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins í Evrópu. Fyrr í vikunni var viðureign Íslands og Ísraels sem fram átti að fara hér á landi 7. nóvember frestað um ótiltekinn tíma auk...
Áhorfendum verður ekki heimilt að vera í íþróttahöllinni í Düsseldorf á fimmtudaginn í næstu viku þegar þýska landsliðið leikur sinn fyrsta leik undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Þjóðverjar mæta þá landsliðinu Bosníu í undankeppni EM. Talsvert hafði verið selt af...
Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik karla, er kominn í sóttkví að eigin frumkvæði á heimili sínu á eyjunni Thurø, suður af Fjóni. Jacobsen segist ekki vilja eiga á hættu að smitast af kórónuveirunni í aðdraganda að æfingum og...
„Reglurnar verða að vera þær sömu hvort sem leikið er í Danmörku eða Noregi,“ segir Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, í samtali við VG í heimalandi sínu.
Eins og fram hefur komið þá munu ekki gilda sömu sóttvarnareglur...
Ekkert bendir til annars á þessari stundu en að landslið Ísraels mæti til leiks í Portúgal eftir helgina og mæti landsliði heimamanna í undankeppni EM 2022 á miðvikudaginn 4. nóvember. Ráðgert er að leikurinn fari fram í Matosinhos í nágrenni...
Roland Eradze og félagar hans í úkraínska liðinu Motor Zaporozhye unnu í kvöld sinn fyrsta leik í Meistarardeild Evrópu í handknattleik á þessari leiktíð þegar þeir lögðu Celje Lasko, 32:31, í Celje í Slóveníu en liðin eru í B-riðli...
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur frestað nokkrum leikjum í undankeppni EM karla. Fyrr í dag greindi handbolti.is frá að leikjum Íslands og Ísrael annarsvegar og Noregs og Lettlands hinsvegar sem fram áttu að fara í næstu viku og um aðra...
Ákveðið hefur verið að fresta viðureign Noregs og Lettlands í undankeppni EM2022 í handknattleik karla sem til stóð að færi fram í Noregi miðvikudaginn 4. nóvember.
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, samþykkti að fresta leiknum eftir að hafa farið yfir stöðuna með...
Norska liðið Elverum er eitt sextán liða sem tekur þátt í Meistaradeild karla í handknattleik á þessari leiktíð. Á undanförum árum hefur þátttaka liðsins í deildinni fært því talsverðar tekjur þótt vissulega fylgi þátttökunni einnig mikil útgjöld. Vegna kórónuveirunnar...
Örvhenta skyttan Steffen Weinhold leikur ekki með Kiel í kvöld gegn Veszprém í Meistaradeild Evrópu. Weinhold fékk þungt höfuðhögg í leik Kiel og Nordhorn um síðustu helgi þegar hann skall með höfuðið í gólfið eftir að hafa verð hrint...
Belgíski markvörðurinn Jeff Lettens var hetja franska liðsins Toulouse í kvöld þegar hann varði vítakast þegar leiktíminn var úti gegn Ademar León í viðureign liðanna í 2. umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld en liðin eru í A-riðli....