Svíþjóð lagði Holland í viðureign um 5. sæti á Evrópumótinu í handknattleik kvenna í Vínarborg í dag, 33:32, í jöfnu,m spennandi en afar mistækum leik. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 15:15.Hollendingar virtust ætla að tryggja sér sigurinn...
Frakkland og Danmörk mætast í síðari undanúrslitaleik Evrópumóts kvenna í handknattleik í Wiener Stadthalle í Vínarborg klukkan 19.30 í dag. Hér fyrir neðan eru nokkrar staðreyndir um liðin.Leikurinn verður sendur út á RÚV2.Danska landsliðið komst í úrslit á EM...
Noregur og Ungverjaland mætast í fyrri undanúrslitaleik Evrópumóts kvenna í handknattleik í Wiener Stadthalle í Vínarborg klukkan 16.45 í dag. Hér fyrir neðan eru nokkrar staðreyndir um liðin.Leikurinn verður sendur út á RÚV2.Noregur leikur í 14. skipti í undanúrslitum...
Janus Daði Smárason og félagar í Pick Szeged unnu Carbonex-Komló, 33:28, í 13. umferð ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Janus Daði skoraði þrjú mörk í leiknum. Pick Szeged stendur þar með jafnt Veszprém í öðru af tveimur...
Tamara Horacek leikmaður franska kvennalandsliðsins í handknattleik sem leikur til undanúrslita á EM kvenna gegn Danmörku á morgun var spurð á blaðamannfundi í dag út í mynd sem birtist á dögunum í fjölmiðlum á Norðurlöndunum þar sem hún og...
Undanúrslitaleikir Evrópumóts kvenna fara fram á föstudaginn í Wiener Stadthalle í Vínarborg. Danir náðu síðasta undanúrslitasætinu í gærkvöld með sigri á Hollendingum í uppgjöri um annað sæti í milliriðli tvö. Noregur og Danmörk fóru áfram í undanúrslit um riðli...
Norska landsliðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann stórsigur á landsliði Sviss, 40:24, í síðasta leik milliriðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í kvöld. Fyrir leikinn var ljóst að efsta sæti riðilsins kæmi í hlut norska landsliðsins. Sviss rak lestina í...
Danska landsliðið mætir heimsmeisturum Frakka í undanúrslitum Evrópumóts kvenna á föstudaginn. Danir kræktu í síðasta sætið í undanúrslitum í kvöld með sigri á Hollendingum í næst síðasta leik milliriðils tvö í Vínarborg, 30:26. Með sigrinum tryggði Danmörk sér einnig...
Japanska landsliðið varð í gær Asíumeistari í handknattleik kvenna eftir nauman sigur á landsliði Suður Kóreu, 25:24, í úrslitaleik Asíumótsins sem staðið hefur yfir í Nýju Delí á Indlandi síðan í upphafi mánaðarins. Suður Kórea var með þriggja marka...
Jesper Jensen landsliðsþjálfari Danmerkur í handknattleik kvenna er tilneyddur að afskrifa frekari þátttöku tveggja sterkra leikmanna á Evrópumótinu í handknattleik. Tilkynnt var síðdegis að Althea Reinhardt og Sarah Iversen taki ekki þátt í fleiri leikjum á mótinu.Iversen sleit krossband...
Svíar leika um 5. sætið á Evrópumóti kvenna í handknattleik á föstudaginn gegn annað hvort Danmörku eða Hollandi eftir að hafa lagt Svartfellinga, 25:24, í æsispennandi viðureign og þeirri síðustu sem fram fór á mótinu í Debrecen í Ungverjalandi...
Ungverjar mæta norska landsliðinu í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í handknattleik í Vínarborg á föstudaginn. Það var ljóst eftir að ungverska landsliðið tapaði fyrir Frökkum í síðustu umferð milliriðils eitt í Debrecen í Ungverjalandi í kvöld, 30:27. Ungverska landsliðið hafnaði...
Sigur Dana á Slóvenum í milliriðlakeppni Evrópumótsins, 33:26, í gærkvöld var súrsætur. Margt bendir til þess að ein af öflugri leikmönnum danska liðsins, Sarah Iversen, hafi meiðst alvarlega á hné og taki ekki þátt í fleiri leikjum á mótinu....
Peter Woth sem þjálfað hefur þýska handknattleiksliðið TuS Metzingen sem Sandra Erlingsdóttir leikur með hefur verið leystur frá störfum. Frammistaða liðsins, sem varð bikarmeistari í vor, hefur ekki verið viðunandi að mati stjórnenda félagsins. Miriam Hirsch hefur verið ráðinn...
Norska landsliðið innsiglaði efsta sæti milliriðils tvö á EM kvenna í kvöld með fimm marka sigri á Þýskalandi, 32:27, í Vínarborg, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik. Þetta var sjötti sigur Noregs á mótinu. Víst er...