Forráðamenn austurríska handknattleiksliðsins Alpla Hard ætlar að berjast gegn löngu keppnisbanni sem Ivan Horvat leikmaður liðsins var dæmdur í á dögunum upp á liðlega 26 mánuði, út leiktíðina 2027. Horvat sló leikmann Bregenz harkalega á nefið í viðureign liðanna...
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattliek karla verður án markvarðarins sterka, Andreas Wolff, örvhentu skyttunnar Franz Semper og línumannsins Johannes Golla í síðasta leiknum í undankeppni EM á morgun. Þjóðverjar mæta Tyrkjum sem er neðstir í riðlinum. Þýska liðið...
Reiknað er með að hið minnsta 5.000 Færeyingar fylgi karlalandsliðinu til Óslóar á Evrópumeistaramótið í handknattleik í janúar á næsta ári. Flugfélagið Atlantic Airways hefur skipulagt 20 flugferðir með Færeyinga til Gardemoen frá 14. til 18. janúar auk þess...
Anders Eggert hefur tekið við þjálfun danska handknattleiksliðsins KIF Kolding. Hann á að leiða endurreisn þessa fornfræga liðs sem féll úr úrvalsdeildinni í vor. Eggert hefur undanfarin tvö ár verið aðstoðarþjálfari Flensburg-Handewitt. Eggert er 42 ára gamall og var...
Svartfellingar fylgja Ungverjum eftir í lokakeppni EM úr öðrum riðli undankeppninnar Evrópumóts karla eftir öruggan sigur á Finnum í Vantaa í dag, 33:28. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var ekki með finnska landsliðinu í leiknum eins og í fyrri viðureignum liðsins...
Færeyingar taka þátt í Evrópumóti karla í handknattleik sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í janúar á næsta ári. Færeyska landsliðið tryggði sér farseðilinn í kvöld með því að leggja landslið Kósovó í hörkuleik í Pristina, 25:23,...
Georgíumenn innsigluðu í dag farseðil sinn á Evrópumót karla í handknattleik sem fram fer á næsta ári þegar þeir lögðu Grikki, 29:26, í Tiblisi Georgíu í næst síðustu umferð undankeppninnar. Um er að ræða annað Evrópumótið í röð sem...
Ómar Ingi Magnússon leikur sinn 90. landsleik í Laugardalshöllinni á sunnudaginn þegar íslenska landsliðið mætir georgíska landsliðinu í sjöttu og síðustu umferð undankeppni EM 2026. Leikurinn hefst klukkan 16. Ómar Ingi lék í gær sinn fyrsta landsleik síðan í Tiblisi...
Danir unnu stórsigur á Norðmönnum, 39:26, í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í Stafangri í kvöld. Á sama tíma mörðu Frakkar sigur á Svíum í sömu keppni í Gautaborg, 33:32. Í Evrópbikarkeppni landsliða taka þátt þau landslið sem ekki eru...
Þýska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, var eitt þriggja landsliða sem innsiglaði í kvöld keppnisrétt i lokakeppni EM á næsta ári með því að skora þrjú síðustu mörkin gegn Sviss í Zürich, 32:32. Ungverjar og Tékkar...
Ivan Horvat leikmaður austurríska liðsins Alpla Hard hefur verið dæmdur í ríflega tveggja ára leikbann fyrir afar gróft brot í síðari viðureign Alpla Hard og Bregenz í átta liða úrslitum austurrísku 1. deildarinnar á dögunum. Þetta er eitt lengsta...
Arnór Atlason þjálfari hjá danska úrvalsdeildarliðinu TTH Holstebro hefur samið við norska handknattleiksmanninn Eskil Dahl Reitan frá Bergen. Reitan 24 ára gamall og getur leikið í skyttustöðunni hægra og vinstra megin auk þess að vera miðjumaður. Reitan er sagður...
Áfram staldra þjálfarar stutt við dhjá króatíska meistaraliðinu RK Zagreb en þjálfaraveltan er með eindæmum. Í dag var hinum gamalreynda þjálfara, Velimir Petkovic, gert að taka pokann sinn. Petkovic, sem er 68 ára gamall, var ráðinn til félagsins í...
Rasmus Overby þjálfari Skara HF, sem Aldís Ásta Heimisdóttir leikur með, var valinn þjálfari keppnistímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Overby tók við þjálfun Skara í desember og síðan hefur liðið verið á sigurbraut, leikið 20 leiki og unnið...
Þýska liðið Thüringer HC stóð uppi sem sigurvegari í Evrópudeild kvenna í handknattleik í kvöld eftir tveggja marka sigur á Ikast Håndbold frá Danmörku í æsispennandi úrslitaleik, 34:32. Leikið var í Graz í Austurríki en borgin hefur verið vettvangur...