- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Döhler bætist í hópinn hjá nýliðum HK Karlskrona

Phil Döhler markvörður leikur í Svíþjóð á næsta keppnistímabili. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Nýliðar sænsku úrvalsdeildarinnar, HK Karlskrona, slá ekki slöku við í þeirri ætlan sinni að styrkja liðið fyrir átökin á næstu leiktíð. Í morgun var tilkynnt að þýski markvörðurinn Phil Döhler hafi samið við félagið. Döhler hefur undanfarin fjögur ár leikið með FH við góðan orðstír en hann hefur verið einn jafn besti markvörður Olísdeildarinnar. Á nýliðinni leiktíð var Döhler með 32,5% hlutfallsmarkvörslu samkvæmt samantekt HBStatz.

Samningur Döhlers við HK Karlskrona er til tveggja ára. Döhler ákvað í vetur að breyta til og freista þess að víkka sjóndeildarhring sinn og róa á ný mið eftir tímabilið. Daníel Freyr Andrésson kemur í stað Döhlers í mark FH-inga á næsta tímabili.

Til FH kom Döhler frá SC Magdeburg í Þýskalandi.

Með auga á Íslandi

Ljóst er að forráðamenn HK Karlskrona horfa til Íslands til þess að bæta lið sitt. Áður hefur verið samið við Ólaf Andrés Guðmundsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson. Heimildir handbolta.is herma að forráðamenn HK Karlskrona hafi ekki látið af leit sinni að liðsstyrk meðal íslenskra handknattleiksmanna. Hvað svo sem úr verður þegar á hólminn verður komið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -