- Auglýsing -
Önnur umferð í C-riðli Evrópumóts kvenna í handknattleik hefst klukkan 15 í dag með viðureign Serbía og Ungverjalands. Serbar leika þar með annan leik sinn á innan við sólarhring. Hinn leikurinn í riðlinum verður á milli Króatíu og heimsmeistara Hollands. Báðir leikirnir fara fram í Kolding á Jótlandi. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga áður en sest er niður og fylgst með leikjum dagins.
Serbía – Ungverjaland | kl 15.00 | Beint á RÚV
Dómarar: Charlotte Bonaventura / Julie Bonaventura (Frakklandi)
- Ungverjar eru staðráðnir í því ná í tvö stig úr þessum leik eftir að hafa tapað óvænt gegn Króötum 22-24 í 1. umferðinni.
- Sú staðreynd þýðir að tapi Ungverjar þessum leik þá eru yfirgnæfandi líkur á því að þeim takist ekki að komast í milliriðla.
- Serbar komu heldur betur á óvart í 1. umferðinni með því að sigra heimsmeistara Holland 29-25.
- Serbneska liðið varð fyrir miklu áfalli í leiknum í gær þegar að leikstjórnandi liðsins Andrea Lekic meiddist. – Það var svo staðfest í morgun að hún hafi slitið hásin og því er ljóst hún spilar ekki meira á mótinu.
- Ungverjaland hefur unnið alla þrjá leikina sem þjóðirnar hafa mæst í og tveir af þessum sigrum hafa verið á Evrópumeistaramótum.
- Hægri skytta Ungverja Katrin Klujber var markahæsti leikmaðurinn eftir 1. umferðina en hún skoraði 9 mörk gegn Króatíu.
- Serbar eru vongóðir um að Jelena Agbaba geti verið í leikmannahópnum í dag en hún hefur verið í sóttkví frá því að liðið kom til Danmerkur.
- Ólíklegt verður þó að teljast að hún spili mikið þar sem hún hefur ekki getað æft handbolta í vikutíma.
Króatía – Holland | kl 17.15 | Beint á EHFTV.com
Dómarar: Karina Christiansen / Line Hesseldal Hansen (Danmörku)
- Króatar komu heldur betur á óvart í 1. umferð með sigri á Ungverjum, 24-22.
- Fyrir þann leik höfðu þær ekki unnið leik á tveimur Evrópumeistaramótum í röð.
- Hollendingar töpuðu hins vegar fyrir Serbum í fyrsta leik. Hollenska landsliðið er ekki óvant að tapa fyrsta leik á stórmót. Það hefur átt sér stað í fjórum af síðustu fimm Evrópumeistaramótum.
- Liðin hafa mæst átta sinnum áður og þjóðirnar hafa unnið hvort sína fjóra leiki.
- Sigur í þessum leik tryggir Króötum sæti í milliriðlum sem yrði afar óvænt þar sem flestir sérfræðingar höfðu spáð því að liðið færi stigalaust úr úr mótinu.
- Auglýsing -