Þýska landsliðið vann það íslenska með 10 marka mun, 34:24, í annarri umferð A-riðils Evrópumóts kvennalandsliða, skipað leikmönnum 17 ára og yngri í Podgorica í Svartfjallalandi í kvöld. Þjóðverjar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12.
Íslenska liðið mætir Tékkum í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 18.15 að íslenskum tíma. Sigur í leiknum getur fleytt íslenska liðinu í átta liða úrslit mótsins. Tékknesku stúlkurnar eru stigalausar eftir tvo leiki.
EMU17: Dagskrá, úrslit og staðan, riðlakeppni
Eftir góðan sigur á liði Svartfellinga í gær komst íslenska liðið fljótlega að því í kvöld að þær þýsku voru mun sterkari enda er eðlilegt að nokkur styrkleikamunur sé á liðinu sem er í fyrsta styrkleikaflokki og því í fjórða. Þjóðverjar tóku fljótlega völdin og rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik var munurinn orðinn fimm mörk, 8:3. Einkum reyndist sóknarleikurinn íslenska liðinu erfiður.
Þrátt fyrir að á brattann væri að sækja allan leikinn þá gáfust íslensku stúlkurnar aldrei upp. Þær lögðu sig fram og gerðu hvað þær gátu. Ekki síst var varnarleikurinn góður lengst af og markvarslan góð. Sem fyrr segir var sóknarleikurinn erfiður.
Allir leikmenn íslenska liðsins að einum leikmanni undanskyldum fékk að spreyta sig að þessu sinni. Þjálfararnir rúlluðu vel á mannskapnum sem ekki veitir af fyrir viðureignina við Tékka á sunnudaginn.
Mörk Íslands: Lydía Gunnþórsdóttir 9, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Ásthildur Þórhallsdóttir 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Guðrún Hekla Traustadóttir 2, Eva Pálsdóttir 1, Arna Karítas Eiríksdóttir 1, Ásrún Inga Arnarsdóttir 1, Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 9, 32% – Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 4, 22%.
EMU17: Dagskrá, úrslit og staðan, riðlakeppni
Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.