- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erlingur ráðinn landsliðsþjálfari Sádi Arabíu til eins árs

Erlingur Birgir Richardsson verður með annan fótinn í Austurríki næstu misseri, hið minnsta. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Erlingur Birgir Richardsson hefur skrifað undir eins árs samning um þjálfun karlalandsliðs Sádi Arabíu. Þetta fékk handbolti.is staðfest hjá Erlingi í kvöld en hann er staddur í konungsríkinu til að ganga frá öllum lausum endum áður en hann tekur til óspilltra málanna.

Erlingur er fyrsti Íslendingurinn til þess að þjálfa í Sádi Arabíu en íslenskir handknattleiksþjálfarar hafa unnið og vinna enn fyrir eyríkið Barein.


Fyrsta verkefni Erlings með Sádum verður þátttaka á Asíuleikunum sem fram fara í Kína í september. Í mánuðinum á eftir tekur við Asíuhluti forkeppni Ólympíuleikanna leikin verður í Doha í Katar frá 18. til 28. október. Sigurliðið tryggir sér farseðil á Ólympíuleikana en liðið í öðru sæti kemst í forkeppni með liðum frá öðrum heimsálfum sem haldin verður í mars á næsta ári.

Í janúar stendur síðan fyrir dyrum forkeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer ári síðar.

Sé fram á að hafa nóg að gera næstu mánuði

Erlingur hætti þjálfun ÍBV í vor eftir að hafa stýrt liðinu með glæsibrag til sigurs á Íslandsmótinu. Hann var þjálfari karlalandsliðs Hollands frá 2017 til 2022 og reif landsliðið upp á þeim tíma. Undir stjórn Erlings tóku Hollendingar þátt í lokakeppni EM í fyrsta sinn árið 2020. Þeir endurtóku leikinn tveimur árum síðar og náðu þá afbragðsárangri. Einnig vann hollenska landsliðið sér í fyrsta sinn sæti á HM í sex áratugi undir stjórn Erlings. Hann hætti störfum áður en að lokakeppninni kom.

Zoran Kastratović hætti störfum eftir skamman tíma með landslið Sádi Arabíu. Kastratović hafði þá tekur við af Dananum Jan Pytlick sem hætti eftir eins árs starf að loknu heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi í janúar þar sem Sádi Arabar höfnuðu í 29. sæti af 32 liðum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -