- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fyrst og fremst eftirvænting hjá okkur

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals gefur leikmönnum sínum skipanir. handbolti.is/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
- Auglýsing -

„Meðal okkar ríkir fyrst og síðast eftirvænting yfir að hefja leikinn,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans í Grikklandi í gær.

Framundan er síðari úrslitaleikur Vals og gríska liðsins Olympiacos í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik. Flautað verður til leiks klukkan 17 í dag í íþróttahöll Olympiacos, sem nefnist Peace and Friendship Stadium upp á ensku eða Stadio Eirinis kai Philias á grísku.

- RÚV sendir leikinnn út beint klukkan 17 en einnig verður handbolti.is með í textalýsingu fyrir þá sem ekki geta fylgst með útsendingu sjónvarps.

- Valur vann fyrri viðureignina á heimavelli fyrir viku með fjögurra marka mun, 30:26. Samanlögð úrslit leikjanna tveggja skera úr um hvort liðið vinnur Evrópubikarkeppnina.

- Ef samanlögð úrslit verða jöfn eftir leikinn í dag, þ.e. ef Olympiacos vinnur með fjögurra marka mun, verða úrslit knúin fram í vítakeppni. Ekki verður framlengt. Útivallamarkareglan var lögð af fyrir nokkrum árum.

Ekki hægt að æfa

„Aðalmálið er eitthvað sem ekki hægt að æfa mikið fyrir og það er að stilla kollinn rétt þegar leikurinn hefst. Það er stærsta verkefni okkar að takast á við spennuna, eftirvæntinguna og stemninguna í keppnishöllinni,“ sagði Óskar en reiknað er með a.m.k. 5.000 áhorfendum. Innan við 100 verða á bandi Vals en hópur stuðningsmanna kom til Grikklands í gær.

Búum okkur undir mótlæti

„Sama hversu vel við spilum verðum við að búa okkur undir að verða fyrir mótlæti,“ sagði Óskar Bjarni sem er með sína vöskustu sveit í Aþenu.

„Allir eru bara í fínu standi og tilbúnir í slaginn í dag,“ sagði Óskar Bjarni. „Útlitið er bara gott, þannig lagað séð.“

Evrópumolar: Nokkrar staðreyndir fyrir leik Vals og Olympiacos SFP

Svartur búningur

Valur leikur í svörtum búningi í dag sem er harla óvenjulegt. Búningarnir voru sérstaklega framleiddir vegna leiksins. Útilokað var fyrir Val að leika í sínum hefðbundna rauða búningi vegna þess að Olympiacos búningurinn er að uppstöðu til rauður.

„Hvítur búningur gengur heldur ekki vegna þess að hvítt er í aðalbúningi Olympiacos. Við vorum beðnir um að vera með þriðja búninginn klárann og þá var farið út þann svarta,“ sagði Óskar Bjarni en búningurinn þykir sérlega vel heppnaður. M.a. er hægt að kaupa hann í gegnum samfélagsmiðlasíður Vals.

Serbarnir Marko Sekulic og Vladimir Jovandiv dæma leikinn í dag. Eftirlitsmaður EHF verður Norðmaðurinn Dagfinn Villanger.

Sjá einnig:

Evrópukeppni karla

Valsmenn æfa í Chalkida í dag – fara til Aþenu í kvöld

Fetar Alexander Örn í fótspor pabba síns – og gott betur?

Myndskeið – glæsileg keppnishöll Olympiacos – 5.000 miðar þegar seldir

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -