- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon og samherjar unnu liðsmenn Göppingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í afar sérstökum leik, 29:21, á heimavelli Göppingen. Leikmenn Göppingen voru með með hugann við eitthvað allt annað en leikinn í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu aðeins tvö mörk á fyrsta stundarfjórðungi leiksins og aðeins sex mörk áður en fyrri hálfleikur var úti.

Ómar og leikmenn Magdeburg áttu sigurinn næsta vísan þegar gengið var til búningsherbergja eftir 30 mínútur ellefu mörkum yfir, 17:6.
Það var hreint formsatriði að ljúka leiknum þótt leikmenn Göppingen hafi aðeins vaknað úr rotinu sem virtist hrjá þá í fyrri hálfleik.


Magdeburg treysti stöðu sína í þriðja sæti. Liðið er með 48 stig þegar það á fjóra leiki eftir. Göppingen er í sjöunda sæti.


Ómar Ingi skoraði fjögur mörk í dag, tvö úr vítaköstum. Hann átti einnig þrjár stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson er frá keppni vegna axlarmeiðsla.


Gunnar Steinn Jónsson, verðandi leikmaður Stjörnunnar, kom lítið við sögu í liði Göppingen.


Fleiri leikir eru á dagskrá þýsku 1. deildarinnar síðar í dag.

Standings provided by SofaScore LiveScore

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -