- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gott fyrir sjálfstraustið að vinna mót rétt fyrir EM

U18 ára landsliðið sem tekur þátt í EM næstu daga. Efri röð f.v.: Dagur Árni Heimisson, Harri Halldórsson, Dagur Leó Fannarsson, Ævar Smári Gunnarsson, Ingvar Dagur Gunnarsson, Garðar Ingi Sindrason, Nathan Doku Helgi Assaru, Jens Bragi Bergþórsson. Fremri röð f.v.: Bernard Kristján Owusu Darkho, Daníel Montoro, Stefán Magni Hjartarson, Elías Sindri Pilman, Jens Sigurðarson, Antonie Óskar Pantano, Magnús Dagur Jónatansson, Ágúst Guðmundsson. Mynd/HSÍ/MKJ
- Auglýsing -

Átján ára landslið karla í handknattleik stóð uppi sem sigurvegari á fjögurra þjóða mótinu sem það tók þátt í fimmtudag, föstudag og í gær í Búdapest í Ungverjalandi. Þrátt fyrir tap fyrir Slóvenum, 30:28, í fyrradag þá kom efsta sætið í hlut íslensku piltanna. Þeir lögðu Ungverja, 31:25, og Írana í gær, 30:26. Slóvenar töpuðu fyrir Ungverjum í síðustu umferðinni í gær og máttu þar með sætta sig við annað sætið.

Nýtist vel fyrir EM

„Það er gott fyrir sjálfstraustið að vinna mót rétt fyrir EM og einnig að komast á þetta mót og fá leiki. Allt skiptir miklu máli fyrir okkur,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfari 18 ára landsliðsins í samtali við handbolta.is. Heimir sagði þátttökuna á mótinu, sem fram fór í Búdapest eiga eftir að nýtast leikmönnum og þjálfurum mjög vel þegar Evrópumótið hefst í Podgorica í Svartfjallalandi 7. ágúst.

Patrekur Jóhannesson er þjálfari liðsins ásamt Heimi.

Íslensku piltarnir léku afar vel gegn Ungverjum í fyrstu umferð æfingamótsins á fimmtudaginn og unnu örugglega, 31:25. Ekki gekk eins vel í næsta leik á eftir gegn Slóvenum. Sú viðureign tapaðist 30:28 og tókst íslensku piltunum ekki að sýna sínar bestu hliðar fyrr en á endasprettinum. Það var of seint í rassinn gripið.

Nýttum breiddina

Þótt aðeins hafi munað fjórum mörkum þegar upp var staðið gegn Íran í gær, 30:26, var íslenska liðið talsvert sterkara. „Við nýttum breiddina í hópnum til hins ítrasta í leiknum við Íran. Allir fengu að spila og ekki síst þeir sem höfðu komið minna við sögu í tveimur fyrstu leikjunum,“ sagði Heimir þjálfari ennfremur.

Ekki slegið slöku við

Íslensku piltarnir fara ekki heim frá Búdapest fyrr en á mánudagskvöld. Heimir sagði að ekki verði slegið slöku við ytra. Áfram verður æft af samviskusemi og dugnaði. Í dag verði lyftingaæfing og á morgun æfingar með bolta í sal áður en haldið verður á flugvöllinn til heimferðar. Áfram verður æft fram að helgi en piltarnir fá frí yfir verslunarmannahelgina. Þráðurinn verður tekinn upp á mánudag. Farið verður til Podgorica á þriðjudaginn eftir rúma viku.

Íslenska landsliðið verður í riðli með Færeyingum, Ítölum og Svartfellingum á Evrópumótinu sem skipað verður 24 liðum og hefst eins og áður segir 7. ágúst í Podgorica.

Íslenski hópurinn er skipað eftirtöldum piltum:

Markverðir:
Elías Sindri Pilman, Odder/BMI.
Jens Sigurðarson, Val.
Aðrir leikmenn:
Antoine Óskar Pantano, Gróttu.
Ágúst Guðmundsson, HK.
Bernhard Kristján Owusu Darkoh, ÍR.
Dagur Árni Heimisson, KA.
Dagur Leó Fannarsson, Val.
Daníel Montoro, Val.
Garðar Ingi Sindrason, FH.
Harri Halldórsson, Aftureldingu.
Ingvar Dagur Gunnarsson, FH.
Jens Bragi Bergþórsson, KA.
Magnús Dagur Jónatansson, KA.
Nathan Doku Helgi Asare, ÍR.
Stefán Magni Hjartarson, Aftureldingu.
Ævar Smári Gunnarsson, Aftureldingu.

Sjá einnig:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -