- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðjón Valur er á meðal tíu efstu frá upphafi

Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen árið 2018. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Einn íslenskur handknattleiksmaður er á meðal tíu markahæstu leikmanna þýsku 1. deildarinnar í handknattleik frá upphafi. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði ríflega 2.100 mörk á ferlinum í Þýskalandi frá 2001 til 2019 að tímabilinum 2011/2012 og aftur frá 2014 til 2016 undanskildum er hann lék með AG Köbenhavn og síðar Barcelona. Guðjón Valur lék með Tusem Essen, Gummersbach, Rhein-Neckar Löwen og Kiel í Þýskalandi.


Kóreumaðurinn Kyung-shin Yoon er markahæstur en hann var árum saman markakóngur þýsku 1. deildarinnar eða á meðal þeirra allra efstu.Lengst af lék Yoon með Gummersbach en lauk ferlinum í Þýskalandi með HVS Hamburg. Daninn Lars Christiansen er næstur á eftir Yoon. Christiansen lék allan sinn feril í Þýskalandi með Flensburg.


Af þeim tíu efstu eru þrír að leik í deildinni um þessar mundir, Hans Lindberg, sem er af íslensku bergi brotinn, Robert Weber og Uwe Gensheimer.


Tölurnar í sviganum hér fyrir neðan eru annars vegar mörk eftir uppstilltan leik og hinsvegar mörk úr vítaköstum.


Kyung-shin Yoon (S-Kóreu): 2905 – (2262/643).
Lars Christiansen (Danmörku): 2875 – (1651/1224).
Jochen Fraatz (Þýskalandi): 2683 – (1816/867).
Hans Lindberg (Danmörku): 2485 – (1331/1154).
Robert Weber (Austurríki): 2435 – (1595/840).
Holger Glandorf (Þýskalandi): 2429 – (2406/23).
Martin Schwalb (Þýskalandi): 2272 – (1327/945).
Uwe Gensheimer (Þýskalandi): 2251 – (1506/745).
Christian Schwarzer (Þýskalandi): 2208 – (2189/19).
Guðjón Valur Sigurðsson (Íslandi): 2108 – (1790/318).


Þýska vefritið Handball-world birti listann.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -