- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hafa aldrei byrjað betur

Viggó Kristjánsson skoraði átta mörk í dag. Mynd/Stuttgart
- Auglýsing -

Stuttgart komst í kvöld í efsta sæti 1. deildar karla í Þýskalandi með sex marka sigri á Leipzig á heimavelli, 30:24. Liðið hefur ekki byrjað betur í deildinni í sögu sinni sem er reyndar ekki löng þegar litið er til þátttöku í efstu deild.


Viggó Kristjánsson var markahæstur hjá Stuttgart-liðinu eins og stundum áður á leiktíðinni með sjö mörk, þar af fjögur úr vítaköstum. Stuttgart var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Leipzig-liðið, sem fór vel af stað í haust hefur fatast flugið upp á síðkastið.


Elvar Ásgeirsson skoraði ekki mark fyrir Stuttgart enda var hann aðallega í vörninni eins og fyrri daginn. Elvari var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur.

Bjarki Már iðinn við kolann


Jafntefli varð í viðureign Íslendingaliðanna Göppingen og Lemgo, 28:28, á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Bjarki Már Elísson var að vanda iðinn við kolann. Hann skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Lemgo. Eitt marka sinna skoraði Bjarki úr vítakasti.


Janus Daði Smárason skorað þrjú mörk fyrir Göppingen úr þremur markskotum.


Lemgo var með tveggja marka forskot í hálfleik, 17:15, eftir að hafa verið með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Lemgo-liðið byrjaði síðari hálfleik af krafti og skoraði fjögur fyrstu mörkin og náði sex marka forskoti. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var fimm marka munur, 23:18. Þá bitu heimamenn frá sér, jöfnuðu metin og tókst að halda leiknum í jafnvægi til leiksloka.


Í þriðja leik kvöldsins í deildinni skildi Ludwigshafen og Hannover-Burgdorf jöfn, 28:28.


Næstu leikir í sjöttu umferð þýsku 1. deildarinnar verða á laugardaginn.


Staðan – stigafjöldi og leikir innan sviga:
Stuttgart 9(6), Rhein-Neckar Löwen 8(5), Flensburg 8(5), Kiel 8(5), Lemgo 8(6), Bergischer HC 7(5), Melsungen 7(5), Leipzig 7(6), SC Magdeburg 6(5), Wetlzar 6(5), Göppingen 6(5), Hannover-Burgdorf 6(6), Füchse Berlin 5(5), Erlangen 3(5), Minden 3(5), Ludwigshafen 3(6), Essen 2(4), Norhorn 2(5), Balingen 0(5), Coburg 0(5).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -