Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, hefur á morgun keppni á heimsmeistaramótinu í Skopje í Norður Makedóníu. Fyrsta viðureignin verður við Afríkumeistara Angóla en auk þess eru landslið Norður Makedóníu og Bandaríkjanna með íslenska liðinu í riðli.
Íslenski hópurinn hefur verð í Skopje frá því á miðvikudaginn við æfingar auk þátttöku í æfingamóti sem gekk afar vel. Íslenska liðið vann mótið.
Í morgun var flutt inn á hótel á vegum mótshalda heimsmeistaramótsins. Svo virðist sem aðstæður þar séu fyrsta flokks eins og á fyrra hótelinu. Einnig var æft í keppnishöllinni í morgun en viðureign Íslands og Angóla á morgun fer fram í Jane Sandanski Arena, keppnishöll Vardar Skopje.
Alls taka 32 landslið þátt í heimsmeistaramótinu og hefja þau leik í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum. Leikir mótsins var fara fram í Jane Sandanski Arena og þjóðarhöll Norður Makedóníu, Boris Trajkovski Sports Center. Þar munu landslið Íslands og Norður Makedóníu mætast á föstudaginn í annarri umferð.
Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn íslenska liðsins bíða spenntir eftir að flautað verður til leiks á mótinu. Allir 16 leikmenn íslenska liðsins eru klárir í slaginn.
Leikir Íslands í H-riðli á HM 20 ára landsliða kvenna:
19. júní: Angóla - Ísland, kl. 14.
21. júní: Norður Makedónía - Ísland, kl. 16.
22. júní: Ísland - Bandaríkin, kl. 17.
- Allir leiktímar eru vitanlega miðaðir við klukkuna á Íslandi.
- Tvö efstu liðin leika um sæti eitt til sextán. Neðstu tvö liði halda áfram keppni um sæti sautján til 32.
- HM stendur yfir fram til sunnudagsins 30. júní.
- Handbolti.is ætlar eftir megni að fylgjast með mótum yngri landsliðanna í sumar eins og undanfarin sumur.
Sjá einnig:
Vonandi verðum við bara í góðu standi þegar HM hefst
Þriðji sigurinn á þremur dögum í Skopje
Skelltu bronsliði EM í fyrra í annarri umferð æfingamótsins
12 marka sigur á Chile í fyrsta æfingaleiknum
Tekið til óspillra málanna fyrir HM – myndir frá Skopje
Myndasyrpa: Komin heilu og höldnu í steikjandi hita í Skopje
Landsliðið er farið til Skopje – æfingamót og síðan HM