- Auglýsing -
- Auglýsing -

IHF fylgir í kjölfar EHF og setur Nachevski út í kuldann

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur ákveðið að fylgja í kjölfarið á Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, og útiloka Norður Makedóníumanninn Dragan Nachevski frá störfum við stórmót á næstunni meðan rannsókn stendur yfir á störfum hans sem formanns dómaranefndar EHF.


Nachevski var árum saman yfirmaður dómaramála EHF. Eftir að grunur beindist að honum í tengslum við hagræðingu úrslita var hann settur út af sakramenntinu hjá EHF í maí. Nú hefur IHF staðfest við TV2 í Danmörku að Nachevski verði ekki kallaður til starfa á vegum sambandsins, hvorki vegna móta eða til skrafs og ráðagerða á fundum. Nachevski var hvergi sjáanlegur í kringum HM U21 árs og U19 ára landsliða karla í sumar.

Sterkur grunur beindist að Nachevski væri ekki vandur að meðulum sínum í þáttunum, Mistænkeligt spil eða grunsamlegur leikur, sem sýndir voru í tveimur hlutum á TV2 í byrjun júlí. Þar komu fram ásakanir um að hann hafi m.a. boðið dómurum aukinn aðgang að fleiri og betri leikjum ef þeir gætu séð til þess að leikir enduðu á „hagstæðan hátt.“

Lítið fer fyrir syninum

Sonur Dragans, Gjorgij Nachevski, hefur heldur ekki komið nærri dómgæslu í leikjum á vegum EHF eftir að sambandið setti föður hans í skammarkrókinn. Grunur hefur beinst að Gjorgij tengist veðmálahópum og öðrum miður góðum félagsskap.

IHF staðfestir ennfremur að dómarar sem sæti rannsókn á vegum sérsambanda eða alþjóða sambanda verði ekki tilnefndir til dómgæslu á vegum IHF meðan rannsókn stendur yfir.

Tengdar fréttir:
Grunur um veðmálasvindl

Dómarapör bendluð við veðmálasvindl – þar á meðal HM-dómarar

EHF sendir helsta framámann dómaramála í ótímabundið leyfi

Hvorki heyrist hósti né stuna frá EHF eftir uppljóstranir

Danir fletta ofan af hagræðingu úrslita í handbolta

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -