Handknattleiksdeild KA segir frá því í tilkynningu í dag að hlaupið hafi á snærið hjá karlaliði félagsins fyrir átökin í Olísdeildinni á næstu leiktíð. Tveir erlendir leikmenn hafa skrifað undir samning við KA. Annars vegar Ott Varik sem er 33 ára gamall landsliðsmaður frá Eistlandi og hinsvegar Nicolai Horntvedt Kristensen, tvítugur norskur markvörður.
Varik kemur frá HC Viljandi í Eistlandi. Hann hefur leikið með landsliði Eistlands og var m.a. í landsliðinu sem lék hér á landi í 30. apríl. Skoraði Varik þrjú mörk í leiknum. Einnig skoraði hann tvö mörk í fyrri leik Eistlands og Íslands sem fram fór ytra í október á síðasta ári.
Kristensen markvörður kemur úr herbúðum Nøtterøy og er sagður hafa leikið með yngri landsliðum Noregs.