- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Úr Mosó til Ítalíu, flautan á hilluna, úr leik í hálft ár

Anamaria Gugic leikur ekki með Aftureldingu í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -
  • Króatíska handknattleikskonan Anamaria Gugic, sem leikið hefur með Aftureldingu undanfarin ár, hefur samið við ítalska efstu deildarliðið Handball Erice. Frá þessu er greint á Facebook síðu ítalska félagsins. Handball Erice hafnaði í fjórða sæti efstu deildar ítölsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð en féll út í undanúrslitum í bikarkeppninni.
  • Danski handknattleiksdómarinn Martin Gjeding greindi frá því í gær að hann væri hættur dómgæslu. Hann hafi lagt flautuna á hilluna þar sem hún mun rykfalla. Gjeding dæmdi um langt árabil með Mads Hansen og voru þeir í tvígang valdir besta dómarapar heims. Dæmdu þeir saman á mörgum stórmótum, m.a. á tvennum Ólympíuleikum. Það kom á óvart í vor þegar Hansen greindi frá því að hann hafi slitið samstarfi við Gjending sem er 47 ára gamall.
  • Ungverska landsliðskonan Anikó Kovacsics leikur ekki með félagsliði sínu, Ferencváros eða FTC, næsta hálfa árið. Hún meiddist á öxl í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna og fór heim áður en keppni var lokið. Nú er komið í ljós að meiðslin eru mun alvarlegri en í fyrstu var talið og Kovacsics verður lengi frá keppni. Kovacsics var meidd á öxl á síðustu leiktíð en virtist hafa jafnað sig áður en hún fór með ungverska landsliðinu til Tókýó.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -