- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÓL-molar: Markahæstir, stoðsendingar, markverðir, Jensen, Burgaard, Ingstad

Daninn Mathias Gidsel er markahæstu í handknattleikskeppni karla á ÓL. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Danir eru í efstu tveimur sætum yfir markahæstu leikmenn handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum. Mathias Gidsel hefur skorað 43 mörk í fyrstu fimm leikjunum. Simon Pytlick er næstur með 35 mörk eins og Slóveninn Aleks Vlah. Króatinn Ivan Martinovic er í fjórða sæti með 32 mörk.  Aleix Gómez, Spáni, og Egyptinn Yihia Omar hafa skorað 31 mark hvor. 
  • Japaninn Kosuke Yasuhira er efstur á blaði yfir þá sem gefið hafa flestar stoðsendingr í handknattleikskeppni karla. Yasuhira hefur gefið 26 stoðsendingar. Þær verða ekki fleiri vegna þess að japanska landsliðið er úr leik. 
  • Þjóðverjinn Juri Knorr og Egyptinn Yajia Omar eru næstir á eftir Japananum með 25 stoðsendingar hvor. Alex Dujshebaev er fjórum sendingum á eftir. Norðmaðurinn Tobias Grøndahl og Miha Zarabec, Slóveníu, hafa gefið 20 árangursríkar stoðsendingar á leikunum. 
  • Ungverjinn Roland Mikler er sá markvörður sem hefur hæsta hlutfallsmarkvörslu á leikunum, 40%. Mikler lék tvo leiki með Ungverjum áður en þeir féllu úr leik. Hann varði 23 skot af 58.

Næstur á eftir Mikler er Svíinn ungi, Tobias Thulin, með 35 skot varin af 101, 35%. Thulin tók við af Viktori Gísla Hallgrímsson sem aðalmarkvörður danska liðsins GOG fyrir tveimur árum. Thulin gekk til liðs við Pick Szeged í sumar og verður þar með liðsfélagi Janusar Daða Smárasonar. Thulin og Viktor Gísli er alls ekki óáþekkir á leikvelli. 

  • Tvö gömul brýni eru jöfn í þriðja sæti yfir þá markverði sem varið hafa hlutfallslega best á leiknum, Daninn Niklas Landin og Svíinn Andreas Palicka. Hvor þeirra er með 34% hlutfallsmarkvörslu. 
  • Jesper Jensen þjálfari danska kvennalandsliðsins í handknattleik gerði í gærkvöld eina breytingu á leikmannahópi sínum fyrir leikinn við Hollendinga í átta liða úrslitum handknattleikskeppni Ólympíuleikanna árdegis í dag. Louise Burgaard kom inn í hópinn fyrir Michala Møller.
  • Norska handknattleikssambandið staðfesti á heimasíðu sinni að línukonan Vilde Mortensen Ingstad hafi slitið krossband í leik  Noregs og Þýskalands. Grunur vaknaði strax um  að meiðslin væru alvarleg. Ingstad verður væntanlega frá keppni næsta árið.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -