Piltarnir í U17 ára landsliðinu hafa gert það gott á Opna Evrópumótinu í handknattleik í Gautaborg. Þeir leika um 5. sætið á mótinu í dag og þegar þeir ganga til móts við landslið Króatíu í íþróttahöllinni stóru í Gautaborg, Scandinavium. Leikurinn hefst klukkan 14.30 í dag.
Leiknum verður streymt endurgjaldslaust á EHFTV.com. Aðeins þarf að skrá sig inn á síðuna hafi fólk ekki gert það nú þegar.
Íslenska liðið hefur unnið fjóra leiki á Opna Evrópu en beðið lægri hlut í þremur.
Leikmenn liðsins og þjálfara eru þó langt frá því að vera komnir í sumarleyfi þegar endi hefur verið bundinn á Opna Evrópumótið. Síðustu viku þessa mánaðar fer liðið til þátttöku á Ólympíuhátið Evrópuæskunnar sem fram fer í Slóvakíu þar sem fyrir dyrum standa hörkuleikir.
Aðrar fréttir af U17 ára liðinu:
U17 ára landsliðið flogið á vit ævintýra í Gautaborg
U17 ára fór hressilega af stað á Opna EM í Gautaborg
Opna EM: Hittu fyrir ofjarla sína í morgun
Opna EM: Öruggur íslenskur sigur á Pólverjum
Opna EM: Frakkar reyndust sterkari
Opna EM: Sviss skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu
Opna EM: Strákarnir leika um fimmta sætið í Gautaborg