Sara Katrín Gunnarsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við Hauka og samið við félagið til tveggja ára, eftir sem Hauka greina frá á morgni þjóðhátíðardagsins. Sara Katrín lék með Fram frá janúar á þessu ári sem lánsmaður frá HK. Hún þekkir þar af leiðandi Stefán Arnarson nýráðinn þjálfara Hauka eftir að hafa leikið undir hans stjórn hjá Fram síðustu mánuði síðasta keppnistímabils.
Sara Katrín er 21 árs gömul og leikur stöðu vinstri skyttu ásamt því að geta leikið fleiri stöður fyrir utan. Hún var valin besti sóknarmaður og efnilegasti leikmaður Grill 66-deildarinnar árið 2021 með HK-U. Þá hefur Sara Katrín leikið með yngri landsliðum Íslands og var m.a. með U19 ára landsliðinu á EM fyrir tveimur árum.
Sara Katrín er þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs Hauka í sumar opg sú fyrsta eftir að ráðning Stefáns þjálfara var opinberuð fyrir viku. Hinar eru Alexandra Líf Arnarsdóttir, sem kemur frá Fredrikstad Bkl., og Inga Dís Jóhannsdóttir fyrrverandi samherji Söru Katrínar hjá HK.
Konur – helstu félagaskipti 2023