- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sara Rún varð markahæst í Grill 66-deild kvenna

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Framarar eru í tveimur efstu sætum yfir markahæstu leikmenn Grill 66-deildar kvenna á leiktíðinni sem lauk á dögunum. Sara Rún Gísladóttir, Fram2, skoraði 121 mark í 17 leikjum eða 7,1 mark að jafnaði í leik. Samherji Söru Rúnar, Sóldís Rós Ragnarsdóttir, var næst á eftir með 116 mörk. Hún lék þremur leikjum færra en Sara Rún. Sóldís Rós skoraði flest mörk að meðaltali í leikjum deildarinnar, 8,3.


Næst á eftir leikmönnum Fram er Ester Amíra Ægisdóttir, Haukum2 með 113 mörk í 18 leikjum, 6,3 mörk að meðaltali í leik. Hulda Dagsdóttir úr Aftureldingu var sú þriðja sem rauf 100 marka múrinn í Grill 66-deildinni. Hulda skoraði 107 mörk í 16 leikjum á fyrsta tímabili sínu hér á landi um árabil.

Markadrottning deildarinnar tímabilið 2023/2024, Víkingurinn Ída Bjarklind Magnúsdóttir, varð í sjötta sæti í vetur eða 90 mörk í 18 leikjum.

Fyrir neðan auglýsinguna eru 20 markahæstu leikmenn Grill 66-deildar kvenna 2024/2025 samkvæmt samantekt tölfræðiveitunnar HBStatz. Innan sviga er fjöldi leikja.

Sara Rún GísladóttirFram2121 (17).
Sóldís Rós RagnarsdóttirFram2116 (14).
Ester Amíra ÆgisdóttirHaukar2113 (18).
Hulda DagsdóttirAftureldingu107 (16).
Hildur GuðjónsdóttirFH94 (18).
Guðrún Hekla TraustadóttirValur291 (16).
Ída Bjarklind MagnúsdóttirVíkingi90 (18).
Sólveig Ása BrynjarsdóttirFjölni85 (16).
Katrín Helga DavíðsdóttirAftureldingu83 (18).
Aníta Eik JónsdóttirHK83 (18).
Susanne Denise PettersenKA/Þór82 (16).
Valgerður ArnaldsFram278 (15).
Ásrún Inga ArnarsdóttirValur277 (16).
Elín Ása BjarnadóttirFram274 (18).
Auður Brynja SölvadóttirVíkingi73 (18).
Hekla Fönn VilhelmsdóttirHK71 (18).
Hafdís Shizuka IuraVíkingi70 (18).
Leandra Náttsól SalvamoserHK69 (16).
Arna Karitas EiríksdóttirValur268 (15).
Lovísa Líf HelenudóttirAftureldingu67 (18).

Hér fyrir neðan er hægt að finna markahæstu leikmenn Grill 66-deilda kvenna síðustu leiktíðir:

Grill 66-deild: Ída Bjarklind iðnust við að skora
(Markahæstar í Grill 66-deild kvenna 2023/2024).

Ætlaði sér að verða markahæst í deildinni
(Markahæstar í Grill 66-deild kvenna 2022/2023).

Markadrottning Grill66-deildar: „Vissi að ég átti góða möguleika“
(Markahæstar í Grill 66-deild kvenna 2021/2022).

Sara Katrín skoraði nærri 10 mörk að jafnaði í leik
(Markahæstar í Grill 66-deild kvenna 2020/2021).

https://handbolti.is/jon-karl-markakongur-grill-66-deild-skoradi-naerri-10-mork-ad-medaltali
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -