„Hún hentar mér aðeins betur,“ svaraði Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handknattleik spurður um varnarleikinn hjá íslenska landsliðinu sem hefur tekið nokkrum breytingum með nýjum landsliðsþjálfara. Viktor Gísli lék lengst af mjög vel í markinu í gær gegn Serbum...
„Við megum vera yfirvegaðri í ákveðnum stöðum sem komu upp í leiknum. Það kom fyrir að við unnum yfirtölu en köstuðum boltanum frá okkur, nokkuð sem leikmenn í okkar klassa eiga ekki að gera. Í leik með mjög fáum...
Einar Þorsteinn Ólafsson tók þátt í sínum fyrsta leik í lokakeppni Evrópumóts í handknattleik í gær þegar íslenska landsliðið mætti Serbum í fyrstu umferð C-riðils.
Hann kom inn á völlinn þegar skammt var eftir og lét strax til sín...
Talnaglöggir fullyrða að aldrei hafi fleiri Íslendingar horft á landsleik íslenska landsliðsins í handknattleik á erlendri grund en í gærkvöld þegar landsliðið mætti Serbum í upphafsleik liðanna í Ólympíuhöllinni í München. Talið er víst að Íslendingar hafi verið á...
Eins og fram hefur komið þá gerði íslenska landsliðið jafntefli við serbneska landsliðið í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handknattleik karla í Ólympíuhöllinni í München í kvöld, 27:27. Íslensku piltarnir skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins, þar af jöfnunarmarkið...
„Þetta var erfiður leikur, stál í stál. Varnarleikurinn góður, sérstaklega framan af auk þess sem Viktor Gísli var frábær í markinu. Bæði lið léku dúndurgóða vörn,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla eftir jafntefli við Serba í...
„Úr því sem komið var þá var jafntefli viðunandi niðurstaða en þetta var ævintýralegur endir. Tvö mörk á hálfri mínútu meðan við skoruðu þrjú mörk á fyrstu 15 mínútunum í fyrri hálfleik,“ sagði Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik...
„Ég vissi ekki hvað var mikið eftir svo ég varð bara drífa mig fram og taka skot,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem skoraði jöfnunarmark íslenska landsliðsins gegn Serbum í upphafsleiknum á Evrópumótinu í kvöld, 27:27, eftir að íslenska liðið...
Íslenska landsliðið náði jafntefli á ævintýralegan hátt gegn Serbum í upphafsleik sínum á Evrópumótinu í handknattleik karla, 27:27, í Ólympíuhöllinni í München í kvöld. Tvö mörk á síðustu 30 sekúndunum tryggði annað stigið. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði jöfnunarmarkið þegar...
Íslendingar smekkfylltu veitingastaðinn Hofbräuhaus í hjarta München eftir hádegið í dag þar sem fyrsti hluti upphitunar stuðningsmanna hófst með miklum bravúr. Komust jafnvel færri að en vildu. Reiknað er með allt að 4.000 Íslendingum á fyrsta leikinn á Evrópumótinu...