Áfram berast slæmar fréttir úr herbúðum íslenska landsliðsins í handknattleik sem tekur þátt í Evrópumótinu í Þýskalandi. Nýjast er að Ýmir Örn Gíslason hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann í framhaldi af rauðu spjaldi sem hann fékk eftir...
Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur ekki fleiri leiki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í handknattleik karla í Þýskalandi. Hugsanlega verður hann frá keppni í einhverjar vikur vegna beinmars á rist.
Eins og áður hefur komið fram meiddist Gísli Þorgeir rétt fyrir...
Fjórir leikmenn landsliðsins í handknattleik eru veikir og óvíst um frekari þátttöku þeirra á Evrópumótinu í handknattleik. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og Óðinn Þór Ríkharðsson bættust á veikindalistann í morgun. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sagði frá þessu í morgun...
Teitur Örn Einarsson stórskytta Flensburg hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í handknattleik sem leikur við Austurríki í síðustu umferð riðlakeppni Evrópumótsins. Teitur Örn kemur til Kölnar upp úr hádeginu í dag.
Teitur Örn á að baki 35 landsleiki...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla þarf ekki aðeins að vinna austurríska landsliðið í síðustu umferð milliriðlakeppninnar heldur verður vinna með a.m.k. fimm marka mun til að ná betri innbyrðismarkatölu í keppni við Austurríkismenn og hafa þar með sætaskipti. Sætaskiptin...
„Það þurfti að grafa djúpt eftir þessari frammistöðu. Hún var frábær, kannski ekki frá byrjun en þegar okkur tókst að stilla strengina þá var ekki aftur snúið,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður sem valinn var maður leiksins í dag...
Þungu fargi var létt að leikmönnum, þjálfurum og starfsmönnum íslenska landsliðsins eftir sigurinn sæta og góða á Króötum, 35:30, í Lanxess Arena í Köln í dag. Ekki var verra að Austurríkismenn töpuðu í kjölfarið fyrir Frökkum, 33:28. Draumurinn lifir.
Framundan...
„Ég vil hrósa strákunum fyrir að missa ekki móðinn. Það kom kafli í leikinn þar sem það hefði getað brotnað, ekki síst eftir það sem undan er gengið hjá okkur. Menn héldu bara áfram og sýndu seiglu og karakter...
„Þetta var geggjað, alveg ótrúlega flott,“ sagði Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik í sjöunda himni þegar handbolti.is hitti hann eftir sigurinn á Króötum, 35:30, í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í Lanxess Arena í dag.
„Sérstaklega er ég ánægður...
Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt högg á hægri ristina um miðjan fyrri hálfleik í viðureign Íslands og Króatíu á Evrópumótinu í handknattleik í dag. Hann fór rakleitt eftir leikinn í myndatöku á sjúkrahúsi í Köln. Óttast menn það versta...