Berta Rut Harðardóttir skoraði fimm mörk þegar lið hennar, Kristianstad HK, vann Kungälvs, 33:22, á heimavelli í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar. Kristianstad HK komst með sigrinum áfram í undanúrslit bikarkeppninnar eftir að hafa unnið leikina...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og stöllur hennar í EH Aalborg unnu Holstebro örugglega á heimavelli í gær, 33:27, í næsta efstu deild danska handknattleiksins. Því miður hefur reynst ómögulegt að finna tölfræði yfir varin skot í leiknum. EH Aalborg...
Michael Damgaard skoraði sjö mörk fyrir danska landsliðið þegar það lagði norska landsliðið, 27:24, á fjögurra þjóða æfingamóti í handknattleik karla í Arendal í Noregi í gærkvöld. Rasmus Lauge skoraði fjögur mörk fyrir Dani. Mikkel Hansen lék sinn fyrsta...
Þorbjörg Gunnarsdóttir, Obba, liðsstjóri kvennalandsliðsins í handknattleik mun að vanda standa vaktina með kvennalandsliðinu heimsmeistaramótinu sem hefst í lok mánaðarins. Obba var einnig liðsstjóri landsliðsins síðast þegar það tók þátt í HM fyrir 12 árum í Brasilíu. Hún hefur...
Sigurdís Sjöfn Freysdóttir, markvörður, hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild FH til ársins 2025. Sigurdís gekk til liðs við FH frá Fjölni sumarið 2022.
Katrine Lunde, þrautreyndur markvörður heims- og Evrópumeistara Noregs í handknattleik kvenna meiddist í viðureign Evrópumeistara Vipers...
Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Leipzig í Þýskalandi, er meiddur á fingri og ríkir af þeim sökum töluverð óvissa um þátttöku hans í landsleikjunum við Færeyinga sem fram fara í Laugardalshöll á föstudag og laugardag. Miðasala fer...
GWD Minden tapaði á heimavelli fyrir Dessau-Roßlauer HV 06, 41:39, í gær en liðin leika í 2. deild þýska handknattleiksins. Sveinn Jóhannsson skoraði sex mörk fyrir Minden og var í tvígang vikið af leikvelli. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði eitt...
Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar Magdeburg vann Bergischer HC, 40:28, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Með sigrinum endurheimti Magdeburg annað sæti deildarinnar með 19 stig eftir 11...
Bjarki Már Elísson skoraði sex mörk úr sjö skotum þegar Telekom Veszprém vann stórsigur á Budakalász, 47:28, í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Bjarki Már lék bara annan hálfleikinn. Telekom Veszprém er efst með 18 stig að...
Elvar Ásgeirsson náði ekki að skora en átti fjórar stoðsendingar þegar lið hans Ribe-Esbjerg lagði TTH Holstebro, 32:29, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Ágúst Elí Björgvinsson fékk ekki langan tíma til að spreyta sig í...