- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tímabilið með Val er sennilega á enda

Benedikt Gunnar Óskarsson handknattleiksmaðurinn öflugi hjá Val. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Nær engar líkur eru á að Benedikt Gunnar Óskarsson leiki fleiri leiki með Íslands- og deildarmeisturum Vals á keppnistímabilinu, eftir því sem handbolti.is kemst næst. Allt stefnir í að Benedikt Gunnar gangist undir aðgerð á morgun vegna slitinnar sinar í nára.

Uppfært 4. mars kl. 16.30: Hægt var að komast hjá aðgerð. Sinin umtalaða er ekki slitin og var hægt að komast aðgerð. Hinsvegar verður ekki framhjá því litið að Benedikt Gunnar verður lengi frá æfingum og keppni.


Benedikt Gunnar meiddist í síðari hálfleik í fyrri viðureign Vals og Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla fyrir hálfum mánuði og hefur ekkert leikið með Val síðar. Hann hefur verið undir eftirliti og skoðun hjá lækni sem hefur komist að þessari niðurstöðu með slitnu sinina í náranum. Talið er að hún verði best löguð með aðgerð.

Áður lék grunur um tognun í nára eða jafnvel kviðslit. Hvort tveggja hefur verið útilokað eftir því sem næst verður komist.


Útlit er fyrir nokkurra vikna fjarveru frá handknattleik hjá Benedikt Gunnari meðan hann jafnar sig af meiðslunum. Hann gæti lent í kapphlaupi við tímann um að geta gefið kost á sér í U21 ár landsliðið sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem hefst 20. júní í Grikklandi og í Þýskalandi. Undirbúningur landsliðsins hefst um mánaðamótið maí – júní.

Benedikt Gunnar hefur verið einn burðarása Valsliðsins á yfirstandandi keppnistímabili. Þar af leiðandi er áfall fyrir Val að missa hann út í viðbót við aðra leikmenn sem eru fjarverandi vegna meiðsla. Má þar m.a. nefna Róbert Aron Hostert.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -