- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Upp á dag 8 ár á milli 17 marka leikja Einars Rafns og Egils

Einar Rafn Eiðsson að skora eitt 17 marka sinn gegn Gróttu í vetur. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

KA-maðurinn Einar Rafn Eiðsson skoraði 17 mörk í kvöld í leik gegn Gróttu í KA-heimilinu. Eftir því sem næst verður komist hefur leikmaður ekki skorað svo mörg mörk í leik í Olísdeild karla í átta ár eða síðan Egill Magnússon skoraði sautján sinnum hjá Val fyrir réttum átta árum, 4. desember 2014 í Origohöll Valsara.


Einar Rafn jafnar metin við Egill nákvæmlega átta árum síðar. Hann er merkilegur þessi hittingur. Segja má að 4. desember sé sannkallaður 17 marka dagur í Olísdeild karla.


Eftir því sem næst verður komist á Alfreð Gíslason, núverandi landsliðsþjálfari Þýskalands, markametið í efstu deild Íslandsmóts karla í handknattleik. Hann skoraði 21 mark fyrir KR í leik gegn uppeldisfélagi sínu, KA í Laugardalshöll 1982. Alfreð bætti met Framarans Ingólfs Óskarssonar frá 1963 um eitt mark. Ingólfur setti met sitt í Hálogalandi.

Lovísa skoraði 17 mörk í vor

Lovísa Thompson skoraði síðast 17 mörk í leik í Olísdeildinni í gegn KA/Þór í lokaumferð Olísdeildar kvenna 14. apríl í vor.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjörnunni, á markametið í efstu deild kvenna. Hún skoraði 22 mörk 15. janúar 2011 þegar Stjarnan vann ÍR, 49:17, á heimavelli í úrvalsdeild kvenna sem þá kallaðist N1-deildin.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -