- Auglýsing -
Valsmenn hafa leikið flesta Evrópuleiki í handknattleik karla, eða 121 leik áður en þeir mæta Steaua Búkarest í tveimur leikjum á næstu dögum, í Rúmeníu á sunnudaginn og að Hlíðarenda á laugardaginn eftir rúma viku.
Þau lið sem hafa leikið flesta Evrópuleiki síðan sá fyrsti var leikinn 1962; Skovbakken – Fram, eru:
Félag: | leikir | sigrar | jafnt. | töp |
Valur | 121 | 59 | 11 | 51 |
Haukar | 118 | 52 | 7 | 59 |
FH | 104 | 43 | 9 | 52 |
Víkingur | 48 | 21 | 4 | 23 |
Fram | 30 | 7 | 3 | 20 |
ÍBV | 28 | 16 | 2 | 10 |
Stjarnan | 24 | 13 | 0 | 11 |
KA | 24 | 10 | 3 | 11 |
Selfoss | 20 | 7 | 2 | 11 |
- Alls hafa 17 lið tekið þátt í Evrópukeppninni. Leiknir hafa verið 583 leikir. Sigurleikir eru 256, jafntefli 43 og tapleikir 284. Liðin hafa alls skorað 14.738 mörk.
- Auglýsing -