- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verðum að fá eins mikið út úr þessum leik og hægt er

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari var þjálfari ÍBV 2017- 2018 þegar liðið komst í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við erum í þeirri stöðu núna að vera talin fyrirfram sterkari aðilinn í leiknum. Staða sem við erum ekkert oft í. Við þurfum að sýna að við ráðum við þá stöðu með því að ná góðri frammistöðu og mæta tilbúin til leiks,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna sem mætir með sveit sína til viðureignar við Lúxemborg í fyrstu umferð 7. riðils undankeppni EM á Ásvöllum í kvöld klukkan 19.30.

Bregðumst við breytingum

Arnar segir að fara verði í leikinn af fullum krafti. Hann og leikmenn verði að taka leikinn mjög alvarlega, eins og aðra móts- og keppnisleiki, hvort sem andstæðingurinn er talinn veikari eða sterkari.

„Við verðum að fá eins mikið út úr þessum leik og hægt er, halda áfram að bæta okkar leik. Það hafa orðið ákveðnar breytingar á okkar liði frá síðasta verkefni. Við þeim breytingum verðum við að bregðast með öðrum lausnum,“ sagði Arnar og vitnar þá m.a. til þess að hvorki Steinunn Björnsdóttir né Rut Arnfjörð Jónsdóttir eru með. Báðar hafa verið í lykilhlutverkum, Steinunn kjölfesta í varnarleiknum og Rut í sóknarleiknum.

Hin unga landsliðskona Katrín Tinna Jensdóttir, t.v. fær e.t.v. meiri ábyrgð í vörn íslenska landsliðsins í fjarveru Steinunnar Björnsdóttur t.h. sem ber barn undir belti. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


„Ég hef engar áhyggjur ef okkur tekst að nýta leikinn gegn Lúxemborg til þess að aðlagast þeim breytingum sem orðið hafa. Ég hlakka til að sjá þær takast á við þetta verkefni,“ sagði Arnar sem hefur verið með stóran hluta hópsins saman við æfingar síðan á laugardaginn en á mánudag bættust við leikmenn sem leika í Evrópu og voru í eldlínunni með félagsliðum um helgina.

„Okkar leið til þess er sú að fara í hvert verkefni til þess að taka skref framfara. Um leið verða allir að leggja allt í leikina, hver sem andstæðingurinn er,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik.

Viðureign Íslands og Lúxemborgar hefst klukkan 19.30 á Ásvöllum í kvöld, miðvikudag. Frítt verður á leikinn í boði Boozt.com, eins af samstarfsfyrirtækjum HSÍ.

Lena Margrét hleypur í skarðið fyrir Birnu Berg

Hópur valinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM

Koma til Íslands sex árum eftir endurreisn – í fyrsta sinn í undankeppni EM

Fyrsti liður í undirbúningi fyrir stærra verkefni

Verðum að mæta 100% klárar í verkefnið

Staðráðnar í að komast á lokakeppni EM

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -