Monthly Archives: September, 2020
Efst á baugi
Döhler fór á kostum
Phil Döhler, markvörður FH, fór á kostum í sigurleik liðsins á Þór Akureyri í Olísdeild karla í handknattleik í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Hann varði 13 skot og var með 50% hlutfallsmarkvörslu í fmm marka sigri FH, 24:19....
Efst á baugi
Fimm marka sigur í Zaporozhye
Spænska meistaraliðið Barcelona byrjaði keppnistímabilið í Meistaradeild karla með öruggum sigri á úkraínska liðinu MotorZaporozhye, 30:25, en leikið var í Úkraínu í kvöld. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Barcelona í leiknum en liðið var með tveggja marka forskot...
Efst á baugi
Óðinn og félagar unnu toppslag
Team Tvis Holstebro, lið Óðins Þórs Ríkharðssonar, varð fyrst liða til þess að leggja Skanderborg Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á þessari leiktíð þegar liðin mættust á heimavelli TTH í kvöld, lokatölur, 34:27.TTH var fjórum mörkum yfir...
Fréttir
Bikardráttur framundan
Dregið verður í fyrstu umferð Coca-Cola bikars karla, 32 liða úrslit, á morgun kl. 11 á skrifstofu Handknattleikssambands Íslands, HSÍ.Nítján lið eru skráð til leiks og því verður dregið í fjórar viðureignir sem skulu fara fram þriðjudaginn...
Fréttir
Grill 66-deild karla krufin til mergjar
Í dag fór í loftið á Spotify nýr þáttur af Handboltanum okkar. Að þessu sinni var sjónum beint að Grill 66-deild karla en keppni í henni hefst annað kvöld.Í þættinum fóru umsjónarmenn yfir spá þáttarins fyrir Grill66 deild...
Efst á baugi
HK ætlar rakleitt aftur upp
„Markmið okkar eru að fara beint upp aftur í deild þeirra bestu. Um leið ætlum við að halda áfram þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á ungum uppöldum leikmannahópi HK í bland við reynslumikla stráka sem komu í...
Fréttir
Námskeið fyrir ritara og tímaverði
Dómaranefnd stendur fyrir öðru námskeiði fyrir ritara og tímaverði mánudaginn 21. september kl. 18.00. Námskeiðið verður haldið í gegnum fjarfundarbúnað (MS teams) og geta þeir sem sækja námskeiðið fylgst með í tölvu, á spjaldtölvu eða í síma (við mælumst...
Efst á baugi
Bjarki skoraði, Arnór ekki með og áhorfendur
Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður, var markahæstur hjá Lemgo með sex mörk þegar liðið vann 2. deildarlið Hamm-Westfalen, 31:22, í æfingaleik í gærkvöld á útivelli. Lemgo var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:10. Liðið skoraði fjögur fyrstu mörk...
Efst á baugi
Tvær fimmur úr Meistaradeild – myndskeið
Að vanda hefur Handknattleikssamband Evrópu tekið saman myndskeið með fimm fallegustu mörkunum og fimm bestu markvörslum Meistaradeildar kvenna. Í fyrstu umferð deildarinnar um síðustu helgi sáust mörg glæsilega tilþrif, jafnt hjá þeim sem skoruðu mörkin eða voru að verjast...
Efst á baugi
Spámaður vikunnar – Sýður á keipum
Spámaður vikunnar er nýr liður sem handbolti.is hleypir nú af stokkunum þegar önnur umferð Olísdeildar karla hefst. Framvegis verður þetta fastur liður að morgni þess dags sem umferð hefst í Olísdeildum karla og kvenna.Davíð Már Kristinsson, þjálfari yngri...
Nýjustu fréttir
Serbi stendur á milli stanganna hjá Þórsurum
Nýliðar Olísdeildar karla, Þór Akureyri, hafa samið við 27 ára gamlan serbneskan markvörð, Nikola Radovanovic, um að leika með...
- Auglýsing -