Monthly Archives: February, 2021
Efst á baugi
Hörður stóð í Fjölni
Fjölnismenn sluppu með skrekkinn í dag þegar þeim tókst að merja út sigur á Herði frá Ísafirði í hörkuleik í Dalhúsum í Grill 66-deild karla í handknattleik. Þegar upp var staðið var tveggja marka munur Fjölni í hag, 35:33....
Fréttir
Óvænt úrslit á endasprettinum
Það voru fimm leikir á dagskrá í Meistaradeildar kvenna í handknattleik í dag þar sem að nokkuð var um óvænt úrslit. CSM Bucaresti tók á móti danska liðinu Esbjerg þar sem að heimaliðið fór með sigur af hólmi, 28-26,...
Efst á baugi
Tvær með tíu mörk og ein fékk rautt í Kaplakrika
Stjarnan færðist upp að hlið Fram í þriðja til fjórða sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik með öruggum sigri á FH, 29:22, í Kaplakrikia í kvöld. Stjarnan hefur tíu stig eins og Fram en hefur leikið einum leik fleira en...
Efst á baugi
Sanngjörn niðurstaða á Ásvöllum
Haukar og Valur skildu jöfn, 19:19, í hörkuleik í Olísdeild kvenna í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld í jöfnum leik. Valur er þar með í öðru sæti deildarinnar stigi á eftir KA/Þór sem er á toppnum með...
Fréttir
Óðinn og félagar fyrstir til að skella Viktori og GOG
Óðinn Þór Ríkharðsson og samherjar í Holstebro komust upp í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik með því að vinna efsta liðið, GOG, örugglega, 35:30 á heimavelli GOG. Holstebro var með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til...
Fréttir
Syrtir í álinn hjá Íslendingum
Enn syrtir í álinn hjá danska úrvalsdeildarliðinu Vendsyssel sem landsliðskonurnar Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir leika með. Í dag tapaði liðið sínum átjánda leik í dönsku úrvalsdeildinni þegar það tók á móti Århus United, 25:24. Fátt virðist því...
Efst á baugi
Voru yfir í fjórar mínútur og fóru með sigur út býtum
KA/Þór vann hreint ótrúlegan sigur á ÍBV í upphafsleik áttundu umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag, 24:23, eftir að hafa verið undir nær allan leiktímann. ÍBV var þremur mörkum yfir í hálfleik, 11:8. Þetta var fjórði...
Efst á baugi
Fjórði í röð hjá Gróttu
Grótta vann sinn fjórða leik í röð í Grill 66-deild kvenna í dag þegar liðið lagði Fjölni-Fylki í Fylkishöllinni, 28:20, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:13.Gróttu var með frumkvæðið í fremur jöfnum fyrri...
Fréttir
Sveinn hafði betur gegn Íslendingatríóinu
Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg missti af möguleika á að færast nær sæti í úrslitakeppni átta efstu liða í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðið tapaði með fimm marka mun á útivelli fyrir Sveini Jóhannssyni og samherjum í SönderjyskE, 28:23. Slakur fyrri...
Fréttir
Aron með tvö mörk í 17 marka sigri
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í sex tilraunum þegar Barcelona vann í dag Anaitasuna, 40:23, í spænsku 1. deildinni í handknattleik á heimavelli. Þetta var átjándi sigurleikur Barcelona í deildinni á leiktíðinni og hefur liðið fullt hús stiga í...
Nýjustu fréttir
Taka til varna vegna bannsins langa
Forráðamenn austurríska handknattleiksliðsins Alpla Hard ætlar að berjast gegn löngu keppnisbanni sem Ivan Horvat leikmaður liðsins var dæmdur í...