Monthly Archives: May, 2021

Spennan eykst á toppnum

Aukin spenna hefur hlaupið í toppbaráttu þýsku 2. deildarinnar eftir að efsta liðið Hamburg tapaði í dag fyrir Ferndorf á sama tíma og lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummerbach unnu Bietigheim. Fyrir helgina tapaði N-Lübbecke stigum. Þess vegna er...

Vikubið eftir undanúrslitum

Undanúrslit Olísdeildar kvenna hefjast á sunnudaginn eftir viku en fyrstu umferð lauk í dag þegar ÍBV og Valur komust áfram eftir að hafa unnið Stjörnuna og Hauka í tvígang án þess að síðarnefndu liðunum tveimur tækist að ná í...

Súrt að koma þessu ekki í þriðja leikinn

„Við náðum aldrei almennilegum takti í okkar leik, því miður," sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, eftir að lið hans féll úr keppni eftir annað tap fyrir Val í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í Schenkerhöllinni í kvöld, 28:22. Haukar...

Lékum tvo virkilega góða leiki

„Við lékum leikina tvo við Hauka virkilega vel,“ sagði sigurglaður þjálfari Vals, Ágúst Þór Jóhannsson, í samtali við handbolta.is eftir að lið hans hafði unnið Hauka öðru sinni í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í Schenkerhöllinni í kvöld, 28:22....

Reykjavíkurslagur í undanúrslitum

Valur er kominn í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna og mætir þar öðru Reyjavíkurfélagi, Fram. Valur vann Hauka öðru sinni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í kvöld nokkuð örugglega, 28:22, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum.Undanúrslitin hefjast eftir viku og verður...

Góður leikur Ómars Inga

Ómar Ingi Magnússon skoraði níu mörk, þar af fjögur úr vítaköstum í dag fyrir Magdeburg á heimavelli er liðið tapaði naumlega fyrir Leipzig, 34:33, í þýsku 1.deildinni í handknattleik. Ómar Ingi jafnaði metin, 33:33, þegar ein og hálf mínúta...

Sigurinn dugði ekki til

Sveini Jóhannssyni og samherjum í SönderjyskE tókst ekki að krækja í sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handknattleik í dag þrátt fyrir að þeir ynnu Ágúst Elí Björgvinsson og félaga í Kolding með tíu marka mun, 39:29, í...

Vonir Framara dvína

Möguleikar Fram á sæti í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik dvínuðu talsvert í dag þegar liðið tapaði fyrir Selfossi, 32:28, í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Fram er þar með fjórum stigum á eftir KA sem er í áttunda sæti og...

„Þetta er bara alveg geggjað“

„Þetta er bara alveg geggjað. Ég er bara mjög sátt, er hreinlega í skýjunum,“ sagði Harpa Valey Gylfadóttir, annar af tveimur markahæstu leikmönnum ÍBV í dag þegar liðið vann Stjörnuna öðru sinni, 29:26, og tryggði sér um leið sæti...

Vonsvikin með niðurstöðuna – er stolt af liðinu

„Sóknarleikurinn var mjög striður og erfiður hjá okkur eins og síðast,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, og var eðlilega vonsvikin eftir að lið hennar tapaði öðru sinni fyrir ÍBV í fyrstu umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Handboltahóparnir tilbúnir fyrir Ólympíuhátíðina

Valdir hafa verið keppnishópar 17 ára landslið karla og kvenna sem taka þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Skopje í...
- Auglýsing -