Monthly Archives: September, 2021

Grótta – Stjarnan – stöðuppfærsla

Grótta og Stjarnan áttust við í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í Hertzhöllinnni á Seltjarnarnesi í kvöld. Fylgst var með síðari hálfleik í stöðuppfærslu hér fyrir neðan.Stjarnan vann leikinn, 28:24, eftir að hafa verið 14:10, yfir hálfleik.Stjörnumenn...

Þorsteinn Leó skaut bikarmeisturunum úr leik

Þorsteinn Leó Gunnarsson tryggði Aftureldingu sæti í átta liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið, 29:28, gegn ríkjandi bikarmeisturum ÍBV að Varmá. Sigurmarkið skoraði Þorsteinn Leó rétt áður en leiktíminn var úti eftir...

Ómar Ingi tók upp þráðinn þar sem frá var horfið

Ómar Ingi Magnússon, markakóngur þýsku 1. deildarinnar á síðasta keppnistímabili, tók í kvöld upp þráðinn þar sem frá var horfið í vor. Hann fór á kostum þegar Magdeburg vann Stuttgart, 33:29, á heimavelli í kvöld í fyrstu umferð deildarinnar.Ómar...

Viggó úr leik næstu tvo mánuði

Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og fimmti markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð varð fyrir því áfalli að brotna á þumalfingri vinstri handar fyrir tveimur dögum. Viggó er örvhentur eins og handknattleiksáhugafólk e.t.v. þekkir.Viggó leikur þar af...

Frá keppni í nokkrar vikur

Aron Pálmarsson leikur ekki með Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold næstu þrjár til sex vikur eftir því sem Jan Larsen framkvæmdstjóri félagsins greinir Nordjyske.dk frá í dag. Aron meiddist eftir 20 mínútur eða svo í leik Aalborg og Ringsted í dönsku...

Svartfellingur í marki á Selfossi

Markvörðurinn Mina Mandić hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss og mun verða góður liðsstyrkur fyrir baráttuna í Grill66 kvenna í vetur en Selfossliðið leikur undir stjórn Svavars Vignissonar.Mandić er tuttugu og eins árs gömul og 173 sentímetrar á hæð og...

Annar Færeyingur til ÍBV

Færeyska handknattleikskonan Ingibjørg Olsen hefur gengið til liðs við ÍBV. Ingibjørg lék síðasta með VÍF Vestmanna í heimalandi sínum. Hún verður 21 árs í næsta mánuði leikur í vinstra horni ásamt því að geta spilað fyrir utan.„Ingibjørg er fljótur...

Serbinn er kominn með leikheimild

Serbneski handknattleiksmaðurinn Igor Mrsulja sem samdi við Gróttu í sumar hefur fengið leikheimild með liðinu. Þetta kemur fram á vef HSÍ en leikheimildin var gefin út í morgun.Mrsulja ætti þar með að verða gjaldgengur með liðinu í gegn Stjörnunni...

Dagskráin: Grannaslagur í Firðinum, uppgjör í Mosó og á Nesinu

Handknattleikstímabilið fer af stað af krafti hér innanlands í kvöld þegar þrír leikir fara fram í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppninnar í handknattleik karla. Keppni verður framhaldið annað kvöld og þá einnig í kvennaflokki en sextán liða úrslitum lýkur á...

Aron fór meiddur af leikvelli

Aron Pálmarsson fór meiddur af leikvelli þegar um 20 mínútur voru liðnar af viðureign Aalborg Håndbold og Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Kom hann ekkert meira við sögu. Fram kemur á nordjyske.dk í morgun að Aron...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Einu liði færra – leikin verður þreföld umferð

Einu liði færra verður í Grill 66-deild kvenna á næstu keppnistímabili en var á þeirri síðustu. Lið Berserkja hefur...
- Auglýsing -