Monthly Archives: October, 2021

Sóttu tvö stig til Vestmanna

Leikmenn Neistans í Færeyjum, sem Arnar Gunnarsson þjálfar, unnu í gær sannfærandi og um leið kærkominn sigur á VÍF í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik karla, 30:26. Leikið var í Vestmannahöllinni, heimavelli VÍF en liðið er ríkjandi Færeyjameistari.Frábær fyrri hálfleikur...

Vissum að brugðið gæti til beggja vona

„Við vissum þegar lagt var að stað að það gæti brugðið til beggja vona með framhaldið þar sem við lékum báða leikina á útivelli gegn sterku liði sem er í öðru sæti serbnesku 1. deildarinnar,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson,...

Molakaffi: Bjarki, Sagosen, Janus, Andri, Daníel, Orri, Örn, Birta, Sara, Halldór

Bjarki Már Elísson og samherjar í Lemgo gerðu í gær jafntefli við meistaraliðið THW Kiel, 21:21, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Bjarki Már skoraði þrjú mörk, þar af var eitt markanna úr vítakasti. Staðan í hálfleik var 10:9...

Ungversku liðin eru á skriði – ófarir Buducnost halda áfram

Meistaradeild kvenna fór aftur af stað eftir tveggja vikna landsliðshlé og var fjórða umferðin spiluð um helgina. Í A-riðli var boðið uppá sannkallaðan naglbít þegar að FTC og Esbjerg áttust við þar sem að liðin skiptust á að hafa...

Framarar á kunnuglegum slóðum – Grótta og Fjölnir/Fylkir unnu

Ungmennalið Fram er komið á kunnulegar slóðir í Grill66-deild kvenna í handknattleik eftir að það vann ungmennalið ÍBV, 33:28, í Framhúsinu í dag eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 16:10. Framliðið er þar með komið í...

Naumur var sjötti sigurinn

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu nauman sigur í háspennuleik í kvöld er þeir sóttu TV Emsdetten heim í þýsku 2.deildinni í handknattleik. Janko Bozovic skoraði sigurmarkið, 23:22, skömmu fyrir leikslok. Mikill hamagangur var á lokamínútunum en hvorugu...

Grótta vann fyrsta stigið á Varmá

Gróttumenn fögnuðu sínu fyrsta stigi í kvöld á þessu keppnistímabili sem þeir unnu gegn Aftureldingu að Varma í síðasta leik 4. umferðar Olísdeildar karla, 30:30. Þeir áttu þess kost að fá bæði stigin, voru með boltann síðustu 50 sekúndurnar...

Teitur Örn sagður á leið í þýskt stórlið

Teitur Örn Einarsson er sagður vera á leið til þýska stórliðsins Flensburg samkvæmd heimildum Kristianstadbladet. Eins og handbolti.is greindi frá fyrr í dag þá hefur sænska liðið IFK Kristianstad skýrt frá því að stórskyttan frá Selfossi hafi leikið sinn...

Toppslagurinn varð aldrei spennandi

Valur er eitt liða í efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik eftir að hafa unnið afar öruggan sigur á ÍBV, 27:21, í uppgjöri tveggja liða sem voru taplaus þegar flautað var til leiks í Origohöllinni í dag. Eyjamenn voru...

Valur úr leik eftir tap í Serbíu

Valur er úr leik í annarri umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik eftir sex marka tap, 24-30, gegn ZRK Bekament. Liðin mættust öðru sinni í Serbíu í dag. ZRK Bekament vann einvígið samanlagt 59-52 en fyrri leikur liðanna, sem fór...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

„Kem til baka sem betri leikmaður“

Norska handknattleiksliðið ØIF Arendal staðfesti síðdegis að Akureyringurinn Dagur Gautason hafi snúið til baka til félagsins eftir nokkrurra mánaða...
- Auglýsing -