Monthly Archives: March, 2022
Efst á baugi
Tók fram skóna og leikur til úrslita
Hörður Fannar Sigþórsson tók handboltaskóna ofan af hillunni á dögunum ekki til einskis. Hann mun leika til úrslita um færeyska meistaratitilinn í handknattleik karla með samherjum sínum í KÍF frá Kollafirði. Þetta liggur fyrir eftir að KÍF vann meistaralið...
Fréttir
Kærkominn sigur í lífróðri
Lífróður Stuttgart fyrir áframhaldandi veru í þýsku 1. deildinni í handknattleik gekk ágætlega í kvöld. Liðið, sem Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson leika með, vann Erlangen, 34:29, á heimavelli. Stuttgart er eftir sem áður í 15. sæti...
Efst á baugi
Fyrsti leikur Íslands verður á heimavelli
Þegar liggur fyrir að fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni EM 2024 verður á heimavelli gegn Ísrael 12. eða 13. október á þessu ári. Nokkrum dögum síðar verður leikið við landslið Eistlands á útivelli.Dregið var í riðla fyrr í...
Fréttir
Tékkar, Eistlendingar og Ísraelsmenn eru andstæðingar Íslands
Íslenska landsliðið er í þriðja riðli í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik en dregið var í dag í Berlín. Með íslenska landsliðinu í riðli verða landslið Tékklands, Ísraels og Eistlands. Íslenska landsliðið var líka með Ísrael í riðli í...
Efst á baugi
Framlengir dvöl sína hjá PAUC til 2024
Örvhenta stórskyttan og landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, hefur framlengt samning sinn við franska 1. deildarliðið, PAUC, Pays d'Aix Université Club Handball, fram til loka leiktíðarinnar 2024. Félagið greinir frá þessu á samfélagsmiðlum í dag.Donni gekk til liðs við...
Fréttir
Beint: Dregið í riðla undankeppni EM 2024
Dregið er í riðla í undankeppni Evrópumótsins karla í handknattleik í Berlín í dag. Dregið verður í átta fjögurra liða riðla undankeppninnar sem hefst í október. Ísland er í fyrsta styrkleikaflokki af fjórum.Handbolti.is fylgist með drættinum í textalýsingu hér...
Fréttir
Myndaveisla: FH – ÍBV
ÍBV hafði sætaskipti við FH í þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik í gær með sigri, 34:29, í viðureign liðanna í Kaplakrika eftir að hafa verið yfir, 19:13, að loknum fyrri hálfleik.Staðan í Olísdeildinni.Jói Long var að...
Efst á baugi
Tveir verða að taka út leikbann
Arne Karl Wehmeier leikmaður Kórdrengja og Jón Örnólfsson liðsmaður Stjörnunnar U voru úrskurðaðir í eins leiks keppnisbann á fundi aganefndar HSÍ í vikunni.Báðir voru útilokaðir í kappleikjum á dögunum vegna grófrar óíþróttamannslegrar framkomu. Dómarar mátu brot þeirra...
Fréttir
Miðasala á leikinn við Austurríki er hafin
Klukkan 12 á hádegi í dag hófst miðasala á landsleik Íslands og Austurríki í undankeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik sem fram fer á Ásvöllum í Hafnarfirði laugardaginn 16. apríl klukkan 16.Miðasala fer eingöngu fram á Tix.is - smellið hér....
Efst á baugi
Poulsen leikur ekki meira með Fram
Vilhelm Poulsen leikur ekki fleiri leiki með Fram eftir að hafa meiðst undir lok viðureignar Fram og Vals í Olísdeild karla í handknattleik á laugardaginn. Liðbönd í öðrum ökkla Færeyingsins eru rifin og ljóst að nokkrar vikur getur tekið...
Nýjustu fréttir
Unglingalið taka þátt í Norden Cup milli hátíða
Við fyrsta hanagal í morgun fór fjölmennur hópur frá handknattleiksdeild Selfoss utan til keppni á Norden Cup-mótinu sem fram...