- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: March, 2022

Donni fór áfram í bikarnum

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í PAUC tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í handknattleik. PAUC vann Cesson Rennes, 25:21, í Glaz Arena í Cesson.Donni skoraði þrjú mörk í átta skotum í leiknum...

Hansen hefur lokið leik með PSG

Danska handknattleiksstjarnan Mikkel Hansen hefur leikið sinn síðasta leik fyrir franska stórliðið PSG. Félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag.Hansen gekkst undir aðgerð í Kaupmannahöfn í síðustu viku vegna brjóskskemmda í hné og það ekki í fyrsta...

Skipað er í helming sæta á HM 2023

Bókað hefur verið í helming þátttökusæta á heimsmeistaramóti karla sem fram fer í Póllandi og í Svíþjóð í janúar á næsta ári. Eftir standa átta sæti Evrópu en að kvöldi 17. apríl liggur fyrir hvaða þjóðir hreppa sætin.Til viðbótar...

Keppnishópur HKRR sem fer til Ungverjalands hefur verið valinn

Handknattleiksráð Reykjavíkur, HKRR, hefur valið lokahóp drengja sem fæddir eru 2006 og 2007 sem tekur þátt í Balaton Cup í Ungverjalandi í lok maí og byrjun júní. Einnig voru valdir varamenn sem eiga að vera að klárir í að...

Ísland er í efsta styrkleikaflokki

Íslenska landsliðið í handknattleik karla verður í fyrsta styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í átta fjögurra liða riðla í fyrir undankeppni Evrópumótsins í Berlín fimmtudaginn 31. mars. Handknattleikssamband Evrópu gaf út styrkleikaflokkana fjóra í dag.Evrópumótið verður í...

Lúðvík heldur kyrru fyrir

Lúðvík Thorberg Arnkelsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Olísdeildarlið Gróttu. Lúðvík er 24 ára gamall og leikur aðallega sem leikstjórnandi og skytta. Hann hefur skorað 29 mörk í Olísdeildinni í vetur og átt 24 stoðsendingar.Lúðvík hefur...

Leiktímar í Bregenz og á Ásvöllum liggja fyrir

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur staðfest leiktímana á viðureignum Íslands og Austurríkis í umspili um sæti á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í næsta mánuði. Fyrri viðureignin verður í Bregenz miðvikudaginn 13. apríl. Flautað verður til leiks klukkan 18 að staðartíma....

Þrír hafa rofið 100 marka múrinn

Framarinn og Færeyingurinn Vilhelm Poulsen er markahæsti leikmaður Olísdeildar karla með 122 mörk í 17 leikjum eða 7,17 mörk að jafnaði í leik. Óðinn Þór Ríkharðsson, KA, er næstur með 116 mörk en hefur leikið einum leik færra. Hann...

Molakaffi: Gomes, Telma Sól, Polman, Sanad, Berge, Wille

Portúgalski landsliðsmaðurinn André Gomes leikur ekki með Melsungen næstu vikur. Hann handarbrotnaði í fyrri leik Portúgals og Sviss í 1. umferð undankeppni HM á síðasta fimmtudag. Hann verður örugglega ekki með portúgalska liðinu þegar það mætir hollenska landsliðinu í umspilsleikjum...

Andrea fór á kostum í lokaumferðinni

Andrea Jacobsen fór á kostum í kvöld með Kristianstad þegar liðið gerði jafntefli við Kärra HF á útivelli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, 26:26. Kristianstad hafnaði í 10. sæti og heldur sæti sínu í 12 liða deild. Kärra...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Myndskeið: Upp úr sauð í vináttulandsleik – blátt spjald fór á loft –

Upp úr sauð í vináttulandsleik Slóvena og Katarbúa í handknattleik karla í Slóveníu í kvöld en leikurinn var liður...
- Auglýsing -