Monthly Archives: August, 2022
Fréttir
Evrópukeppnin hefst í dag – sjö Íslendingar í eldlínunni
Fyrstu leikirnir á Evrópumótum félagsliða í handknattleik fara fram í dag og á morgun þegar fyrri leikir fyrri umferðar undankeppni Evrópudeildar karla fara fram. Sem kunnugt er taka Íslandsmeistarar Vals ekki þátt í undankeppninni þar sem liðinu var veittur...
Efst á baugi
ÓL Í 50 ÁR: Hjalti gaf sjóvettlinga og Geir með handleggi á „kúluliðum“!
Í dag 27. ágúst 2022 eru liðin 50 ár frá því að handknattleikslandsliðið tók þátt í setningarathöfn Ólympíuleikana í München 1972, með því að ganga inn á Ólympíuleikvanginn. Geir Hallsteinsson var fánaberi íslenska hópsins, sem var fjölmennur. Þátttakendur, þjálfarar,...
Efst á baugi
Molakaffi: Valur, Selfoss, Arnór, Aron, GOG, Grétar Ari, Lazarov, Smeets
Íslandsmeistarar Vals unnu Selfoss, 31:24, í æfingaleik í Origohöllinni í fyrrakvöld eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 16:15. Allir helstu leikmenn Vals komu við sögu í leiknum. Guðmundur Hólmar Helgason var ekki með Selfossi vegna lítilsháttar tognunar. Dönsku...
Fréttir
Myndasyrpa: Haukar – FH, 23:30
FH vann fyrsta bæjarslaginn við Hauka, 30:23, á þessu keppnistímabili í kvöld þegar liðið leiddu saman hesta sína á Ásvöllum í lokaumferð Hafnarfjarðarmótsins.FH hafði betur í Hafnarfjarðarslag – Stjarnan vann mótiðJói Long fylgdist með leiknum í gegnum linsuna...
Efst á baugi
FH hafði betur í Hafnarfjarðarslag – Stjarnan vann mótið
FH vann öruggan sigur á Haukum í síðasta leik Hafnarfjarðarmóts karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld, 30:23, eftir að hafa verið átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:11. Þar með varð ljóst að Stjarnan vann Hafnarfjarðarmótið að...
Efst á baugi
Annað af tveimur ungstirnum Færeyinga sagt á leið til Kiel
Samkvæmt frétt á vefútgáfu sænska Aftonbladet hefur annar af tveimur efnilegustu handknattleiksmönnum Færeyinga um þessar mundir, Elias Ellefsen á Skipagøtu, samið við þýska stórliðið THW Kiel frá og með sumrinu 2023. Ellefsen er samningsbundinn Sävehof í Svíþjóð fram á...
Fréttir
Stjarnan tapaði ekki leik
Stjarnan vann síðasta leik sinn af af þremur á Hafnarfjarðarmótinu í handknattleik karla í kvöld er hún lagði ÍBV, 33:29, á Ásvöllum í næst síðasta leik mótsins að þessu sinni. Stjarnan fór þar með taplaus í gegnum mótinu. Fyrr...
Efst á baugi
Haukar fá markvörð til reynslu
Matas Pranckevicius, 24 ára markvörður frá Litáen, kemur til landsins á sunnudaginn og verður til reynslu hjá Haukum fram á fimmtudag með samning í huga. Aron Kristjánsson íþróttastjóri Hauka staðfesti komu Pranckevicius í samtali við handbolta.is í morgun.Pranckevicius, sem...
Fréttir
Dagskráin: Endasprettur í Hafnarfirði
Þriðja og síðasta umferð Hafnarfjarðarmóts karla í handknattleik verður leikin á Ásvöllum í dag. Mótið hófst á mánudagskvöldið. Í síðustu umferðinni mætast ÍBV og Stjarnan annarsvegar og Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH hinsvegar.Fyrri viðureignin hefst klukkan 16.45 og sú...
Efst á baugi
Molakaffi: Sigvaldi, Oddur, Daníel, Grétar, Gísli, Ómar, Petrus, Bomastar, Kristensen, Bjarki
Sigvaldi Björn Guðjónsson lék allan fyrri hálfleikinn þegar Kolstad vann smáliðið Tiller í norsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta var fyrsti opinberi kappleikur Sigvalda Björns síðan á EM í lok janúar. Haft er eftir honum á vefnum topphandball.no að hann...
- Auglýsing -
Nýjustu fréttir
Erum með betra lið og meiri breidd
Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir landsliði Georgíu í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 16 í síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins....
- Auglýsing -