Monthly Archives: December, 2022
Efst á baugi
Molakaffi: Jakob, Samuelsen, ÍBV, Elín Jóna, Kovács, Viken
Jakob Lárusson stýrði liði sínu, Kyndli, til sigurs í sjöunda leiknum í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Kyndill vann þá StÍF með 20 marka mun í Þórshöfn, 40:20.Turið Arge Samuelsen, fyrrverandi leikmaður Hauka, var yfirburðaleikmaður á vellinum....
Efst á baugi
Myndskeið: Gísli Þorgeir lék varnarmenn Porto grátt
Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon báru uppi leik Magdeburg í kvöld þegar liðið sótti eitt stig til Porto í áttundu umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik, 31:31. Gísli Þorgeir skoraði sex mörk og átti hvorki fleiri né...
Efst á baugi
Myndskeið: Viktor Gísli bauð upp á sýningu
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson bauð tæplega 6.000 áhorfendum í H-Arena í Nantes í kvöld upp á sýningu þegar lið hans Nantes vann Aalborg Håndbold með sjö marka mun, 35:28, í Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Viktor Gísli varði alls 21...
Fréttir
Ýmir Örn hafði betur gegn félaga sínum úr vörninni
Ýmir Örn Gíslason fagnaði sigri gegn félaga sínum í vörn íslenska landsliðsins í handknattleik, Elliða Snæ Vignissyni, þegar Rhein-Neckar Löwen sótti Gummersbach heim í Schwalbe-Arena í Gummersbach í kvöld í 15. umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Ýmir Örn...
Efst á baugi
Þorsteinn Gauti kallaður inn í finnska landsliðið
Framarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur fengið boð um að mæta í æfingabúðir finnska landsliðsins í handknattleik fyrstu helgina í janúar og taka þátt í fjögurra þjóða æfingamóti í Lettlandi með finnska landsliðinu. Gangi allt upp hjá Þorsteini Gauta gæti...
Efst á baugi
Íslenskir dómarar verða ekki með á HM
Íslenskir handknattleiksdómarar verða ekki í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem fram fer í Svíþjóð og í Póllandi frá 11. janúar til 29. sama mánaðar á næsta ári. Alþjóða handknattleikssambandið hefur tilkynnt hvaða 25 dómarapör hafa verið valin...
Efst á baugi
Arnór Snær í níunda sæti – þrír Íslendingar meðal 30 efstu
Valsarinn Arnór Snær Óskarsson er í níunda sæti á lista yfir markahæstu leikmenn Evrópudeildarinnar í handknattleik karla þegar fjórar umferð af 10 eru að baki. Arnór Snær hefur skorað 26 mörk, eða 6,5 mörk að jafnaði í leik. Skotnýting...
Efst á baugi
Molakaffi Bjarki Már, Ólafur, Baur, dómar
Bjarki Már Elísson skoraði ekki mark fyrir Veszprém þegar lið hans tapaði í fyrsta sinn á leiktíðinni í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í gærkvöld í heimsókn til PPD Zagreb, 29:26. PSG komst í efsta sæti A-riðils með sigri á...
Nýjustu fréttir
Loksins sigur og annað sætið gekk Kristianstad úr greipum í Gautaborg
Eftir talsverða mæðu að loknum síðustu leikjum þá tókst Arnari Birki Hálfdánssyni og samherjum í Amo HK að vinna...