Monthly Archives: April, 2023
Efst á baugi
Molakaffi: Hrannar, Holstebro, Hannes, Sveinbjörn, bikarinn, Steaua
Hrannar Ingi Jóhannsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍR. Hrannar, sem hefur undanfarin þrjú ár verið í stóru hlutverk í meistaraflokksliði ÍR-inga. Hrannar Ingi fylgir þar með í fótspor markvarðarins Ólafs Rafns Gíslasonar sem...
Efst á baugi
Umspil: Víkingur og Fjölnir standa vel að vígi
Víkingur og Fjölnir standa afar vel að vígi eftir fyrstu umferð fyrri hluta umspilsins um sæti í Olísdeild karla sem fram fór í kvöld. Bæði lið unnu sannfærandi sigri á andstæðingum sínum á heimavelli. Fjölnir lagði Þór, 30:22, í...
Efst á baugi
Donni skaut lið Créteil á kaf
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti stórleik í kvöld og skoraði níu mörk þegar PAUC vann Créteil, 37:35, í hörkuleik í Aix-en-Provence, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Donni var markahæsti leikmaður vallarins. Honum héldu engin bönd og var sem...
Fréttir
Gekk á ýmsu hjá Íslendingum í 2. deild
Íslendingaliðið Balingen-Weilstetten tapaði í kvöld sínum þriðja leik á keppnistímabilinu í þýsku 2. deildinni í handknattleik er það tók á móti Dessau-Roßlauer HV, 32:31. Gestirnir skoruðu sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok. Þrátt fyrir tapið stendur Balingen-Weilstetten vel að vígi...
Efst á baugi
Myndskeið: Íslendingar í aðalhlutverkum á roslegum endaspretti
Tveir úr Íslendingatríóin hjá Ribe-Esbjerg áttu stóran þátt í ævintýralegum endaspretti liðsins í kvöld þegar það skoraði sex mörk í röð á liðlega fjórum mínútum til þess að tryggja sér annað stigið á heimavelli í gegn Aalborg Håndbold í...
Fréttir
Verðum að ná efsta sæti – hefur áhrif á EM og forkeppni ÓL
Gunnar Magnússon, annar þjálfara karlalandsliðsins, segir að rík áhersla verði lögð á að vinna leikinn við Ísrael í Tel Aviv 27. apríl ekki síður en heimaleikinn við Eistland 30. apríl.Íslenska landsliðinu hafi gengið illa á útivelli...
Efst á baugi
Stór áfangi hjá kvennalandsliðinu – færist upp í annan flokk
Stór áfangi er í höfn hjá kvennalandsliði Íslands í handknattleik vegna þess að það verður í öðrum styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í riðla undankeppni EM 2024 næsta fimmtudag. Handknattleikssamband Evrópu tilkynnti í morgun hvernig raðaðist í styrkleikaflokkana....
Efst á baugi
Hefur unnið fyrir að fá tækifæri með landsliðinu
„Þorsteinn Leó hefur með frammistöðu sinni í vetur unnið fyrir því að vera valinn í hópinn. Einnig erum við að hugsa til framtíðar með því að gefa honum tækifæri,“ sagði Gunnar Magnússon annar þjálfara karlalandsliðsins í handknattleik um valið...
Fréttir
Leikdagar og leiktímar átta liða úrslita Meistaradeildar
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur gefið út leikjadagskrá og staðfesta leiktíma fyrir átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna í handknattleik. Þau hefjast laugardaginn 29. apríl kl. 14 þegar ungverska liðið FTC tekur á móti franska liðinu Metz. Síðasti leikurinn verður...
Fréttir
Dagskráin: Kapphlaupið hefst í kvöld
Fyrri hluti umspils um sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð hefst í kvöld með tveimur leikjum sem fram fara í Dalhúsum í Grafarvogi kl. 18 og í Safamýri þar sem Víkingar hafa hreiðrað um sig síðasta árið. Leikurinn...
Nýjustu fréttir
EM19: Ísland – Pólland kl. 10 – textalýsing
Landslið Íslands og Póllands mætast í fyrstu umferð milliriðlakeppni Evrópumóts 19 ára landsliða kvenna í handknattleik í Verde Complex...
- Auglýsing -