Reikna má að kátt verði á hjalla hjá liðsmönnum Guðmundar Þórðar Guðmundsson í rútunni heim eftir sigur Fredericia HK á Sønderjyske, 31:27, á útivelli í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Leikurinn markaði upphaf sjöttu umferðar deildarinnar. Færðist Fredericia...
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, hefur farið á kostum í upphafsleikjum PAUC í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Hann var besti maður vallarins og skoraði 11 mörk á síðasta fimmtudag þegar PAUC vann Saran á heimavelli 35:31. Fyrir frammistöðuna...
Fjögur lið hafa unnið allar sínar viðureignir í þremur fyrstu umferðum Meistaradeildar kvenna í handknattleik. Þar á meðal er danska liðið Ikast sem vann Evrópudeildina í vor. Danska liðið gefur ekkert eftir í B-riðli og lagði spútniklið Meistaradeildar á...
Það er nú ljóst að Íslandsmeistarar ÍBV og Valur leika báða leiki sína í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik á útivöllum.
Eyjamenn leika báða leiki sína gegn Red Boys Differdange í Lúxemborg; 14. og 15. október. Leikið verður í Center...
Gummersbach vann Stuttgart, 31:29, í Porsche-Arena í Stuttgart í gærkvöld í viðureign liðanna í sjöttu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach sem lyftist upp í 12. sæti deildarinnar með...
Fyrstu umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik lauk í kvöld með viðureign FH og ungmennaliðs Vals í Kaplakrika. FH hafði betur, 25:22, eftir að hafa verið marki yfir eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik, 14:13.
FH byrjaði leikinn af krafti og komst...
ÍBV lagði Aftureldingu, 32:24, í fyrsta leik fjórðu umferðar Olísdeildar kvenna í handknatttleik í Vestmannaeyjum í kvöld eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.Með sigrinum komst ÍBV upp að hlið Vals í efsta sæti deildarinnar....
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða á meðal 18 dómarapara sem dæma á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi frá 10. til 28. janúar 2024. Handknattleikssamband Evrópu birti í dag nöfn paranna sem dæma leiki...
Handknattleiksdeild KA/Þórs hefur gengið frá samningum við brasilískar systur, Nathália Fraga og Isabelle Fraga um að leika með liðinu í vetur.Vonir standa til að Nathália Fraga geti spilað gegn Stjörnunni en verið er að klára síðustu pappírana tengt atvinnuleyfinu...
2. þáttur af Kvennakastinu, hlaðvarpsþætti þar sem kastljósinu er beint að handknattleik kvenna, er kominn í loftið. Meðal efnis:🔥 Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals í viðtali.🔥 Valur með alvöru frammistöðu gegn stórliði frá Rúmeníu.🔥 Toppslagir á sitthvorum enda töflunnar í...