Monthly Archives: January, 2024
A-landslið karla
Við erum fegnir að vera á lífi
„Við getum verið sammála um að við höfum hingað til ekki sýnt okkar bestu hliðar á Evrópumótinu og vorum eiginlega slegnir eftir frammistöðuna í gærkvöld gegn Ungverjum,“ sagði Arnór Atlason aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is...
A-landslið karla
Handkastið: Gísli Þorgeir er veikasti hlekkur sóknarleiks Íslands
„Fyrir mér er Gísli Þorgeir veikasti hlekkurinn í sóknarleik íslenska landsliðsins," segir sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, í nýjasta þætti Handkastsins. Arnar er nýlega kominn heim eftir að hafa séð leiki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Nýjasti þáttur...
A-landslið karla
Eigi skal gráta Björn bónda! – upp með fjörið!
Það tekur alltaf tíma að jafna sig eftir áföll. Það hafa íslenskir handknattleiksmenn fengið að kynnast í gegnum tíðina. Þeir þekkja vel hina gömlu setningu: „Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði og leita hefnda“. Ég gleymi aldrei...
A-landslið karla
Snjókoma tók á móti strákunum okkar í Köln
Sjókoma tók á móti íslenska landsliðinu þegar það kom til Kölnar undir kvöld eftir lestarferð frá München. Nokkuð hefur snjóað í nyrðri og vestari hluta Þýskalands í dag. Hefur það sett strik í samgöngureikninginn í dag. Tafir hafa verið...
Fréttir
Norðmenn voru Portúgölum engin fyrirstaða
Portúgalska landsliðið hóf keppni í milliriðli á Evrópumótinu í handknattleik í dag með sannfærandi sigri á norska landsliðinu, 37:32, Barcleysa Arena í Hamborg í upphafsleik milliriðils tvö á mótinu. Portúgalska landsliðið er eitt fjögurra landsliða sem eftir eru í...
A-landslið karla
Myndir: Síðasti dansinn í Ólympíuhöllinni
Þúsundir Íslendinga kvöddu Ólympíuhöllina í München í gærkvöld að loknum þriðja og síðasta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handknattleik karla. Aðeins hafði fækkað í hópnum eftir tvo fyrstu leikina en það sló ekki á stemninguna á meðal Íslendinganna,...
A-landslið karla
Anton og Jónas eru á heimleið
Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í handknattleik í Þýskalandi. Þeir eru á heimleið. Það staðfesti Anton Gylfi við handbolta.is í morgun.Fækkað var í hópi dómara eftir að riðlakeppninni lauk í...
A-landslið karla
Fjögur lið eftir í kapphlaupi um sæti í forkeppni ÓL
Fjögur landslið eru eftir í kapphlaupinu um tvö sæti í forkeppni Ólympíuleikanna þegar framundan er milliriðlakeppni Evrópumótsins. Auk íslenska landsliðsins eru það landslið Austurríkis, Hollands og Portúgals. Austurríki fór áfram í milliriðil á kostnað Spánar sem þegar var komið...
A-landslið karla
Því miður þá veit ég ekki svarið
„Því miður þá hef ég ekki svarið við því af hverju allt fór úrskeiðis hjá okkur í leiknum,“ sagði Elliði Snær Viðarsson í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir átta mark tap íslenska landsliðsins fyrir Ungverjum, 33:25, í afleitum...
Efst á baugi
Dagskráin: Bárátta um hvert stig í leikjum kvöldsins
Þrettánda umferð Olísdeildar kvenna fer fram í kvöld og er útlit fyrir spennandi leiki, jafnt í efri sem neðri hlutanum. Efstu liðin, Valur og Haukar, eigast við Origohöllinni klukkan 19.30. Valur hefur tveggja stiga forskot á Hauka.Einnig eigast við...
Nýjustu fréttir
Ísland fór í annað sinn taplaust í gegnum undankeppni EM
Íslenska landsliðið í handknattleik karla fór í fyrsta sinn í gegnum riðlakeppni undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik 2026 án...