Íslenska landsliðið í handknattleik karla vann það gríska, 33:22, í fyrri vináttuleiknum í Aþenu í dag. Staðan eftir talsvert mistækan fyrri hálfleik var 14:13, Íslandi í vil.
Eftir því sem næst verður komist var síðari hálfleikur talsvert betri hjá íslenska...
Síðast mættust karlalandslið Íslands og Grikklands 12. júní 2019 í Kozani í Grikklandi í undankeppni Evrópumótsins 2020. Skemmst er frá því að segja að leiknum í Kozani lauk með jafntefli, 28:28. Íslenska landsliðið var þremur mörkum yfir í hálfleik,...
Sjö bræðrapör hafa leikið saman landsleik með íslenska landsliðinu. Bræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson verða í dag áttundu bræðurnir til að ná þeim áfanga þegar þeir klæðast treyju A-landsliðsins í fyrsta sinn þegar íslenska landsliðið mætir...
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, verður með alla leikmenn, átján að tölu, sem hann hafði með í til æfingaferðarinnar til Aþenu, á leikskýrslu þegar íslenska landsliðið mætir Grikkjum í fyrri vináttuleiknum kl. 14 í dag. Þar á...
Landslið Barein í handknattleik karla, undir stjórn Arons Kristjánssonar, tapaði með 12 marka mun fyrir spænska landsliðinu í fyrstu umferð riðils eitt í forkeppni Ólympíuleikanna í gær, 39:27. Leikurinn fór fram í Granollers á Spáni og var m.a....
Eins og því miður mátti búast við þá varð viðureign efsta liðs Grill 66-deildar kvenna og þess neðsta harla ójöfn þegar liðin mættust í 17. umferð deildarinnar í Sethöllinnni á Selfossi í kvöld. Jafnvel þótt Selfoss væri ekki með...
Dagur Sigurðsson fagnaði afar góðum sigri í fyrsta leik sínum sem landsliðsþjálfari Króatíu í kvöld þegar hans menn unnu sex marka sigur á austurríska landsliðinu, 35:29, í fyrstu umferð 2. riðils forkeppni Ólympíuleikanna í Hannover. Staðan var jöfn í...
Eftir þrotlausa vinnu á vegum Handknattleikssambands Íslands og Símans undanfarinn rúman sólarhring hefur tekist að fá fólk í Aþenu til samstarfs um upptöku og útsendingu á báðum vináttulandsleikjum Grikklands og Íslands í handknattleik karla.
Þetta staðfesti Kjartan Vídó Ólafsson...
Króatíska landsliðið, undir stjórn Dags Sigurðsson, mætir landsliði Austurríkis í 1. umferð forkeppni handknattleikskeppni Ólympíuleikanna, í Hannover klukkan 19.15. Leikurinn er frumraun Dags við stjórn á króatíska landsliðsins.
Streymi frá leiknum er að finna hér fyrir neðan.
https://www.youtube.com/watch?v=QkN8DwMoBGc
Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, ruddi úr vegi fyrstu hindrun sinni á leiðinni að keppnisrétti á Ólympíuleikunum í sumar þegar það vann landslið Alsír í upphafsleik undankeppnisriðils tvö í Hannover í kvöld. Lokatölur 41:29 fyrir Þýskaland sem var...