Monthly Archives: March, 2024
A-landslið karla
Ellefu marka sigur í Aþenu
Íslenska landsliðið í handknattleik karla vann það gríska, 33:22, í fyrri vináttuleiknum í Aþenu í dag. Staðan eftir talsvert mistækan fyrri hálfleik var 14:13, Íslandi í vil.Eftir því sem næst verður komist var síðari hálfleikur talsvert betri hjá íslenska...
A-landslið karla
Síðasta leik Íslands og Grikklands lauk með jafntefli
Síðast mættust karlalandslið Íslands og Grikklands 12. júní 2019 í Kozani í Grikklandi í undankeppni Evrópumótsins 2020. Skemmst er frá því að segja að leiknum í Kozani lauk með jafntefli, 28:28. Íslenska landsliðið var þremur mörkum yfir í hálfleik,...
A-landslið karla
Arnór og Benedikt verða áttunda bræðraparið til að leika saman landsleik
Sjö bræðrapör hafa leikið saman landsleik með íslenska landsliðinu. Bræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson verða í dag áttundu bræðurnir til að ná þeim áfanga þegar þeir klæðast treyju A-landsliðsins í fyrsta sinn þegar íslenska landsliðið mætir...
A-landslið karla
Allir á skýrslu í fyrri vináttuleiknum við Grikki
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, verður með alla leikmenn, átján að tölu, sem hann hafði með í til æfingaferðarinnar til Aþenu, á leikskýrslu þegar íslenska landsliðið mætir Grikkjum í fyrri vináttuleiknum kl. 14 í dag. Þar á...
Efst á baugi
Molakaffi: Barein, Aron, Spánn, forkeppni HM, æfingaleikir, Balic
Landslið Barein í handknattleik karla, undir stjórn Arons Kristjánssonar, tapaði með 12 marka mun fyrir spænska landsliðinu í fyrstu umferð riðils eitt í forkeppni Ólympíuleikanna í gær, 39:27. Leikurinn fór fram í Granollers á Spáni og var m.a....
Fréttir
Harla ójafn leikur í Sethöllinni
Eins og því miður mátti búast við þá varð viðureign efsta liðs Grill 66-deildar kvenna og þess neðsta harla ójöfn þegar liðin mættust í 17. umferð deildarinnar í Sethöllinnni á Selfossi í kvöld. Jafnvel þótt Selfoss væri ekki með...
Efst á baugi
Frumsýning Dags með Króata tókst prýðilega
Dagur Sigurðsson fagnaði afar góðum sigri í fyrsta leik sínum sem landsliðsþjálfari Króatíu í kvöld þegar hans menn unnu sex marka sigur á austurríska landsliðinu, 35:29, í fyrstu umferð 2. riðils forkeppni Ólympíuleikanna í Hannover. Staðan var jöfn í...
A-landslið karla
Kúvending á sólarhring – leikirnir við Grikki verða sendir út beint
Eftir þrotlausa vinnu á vegum Handknattleikssambands Íslands og Símans undanfarinn rúman sólarhring hefur tekist að fá fólk í Aþenu til samstarfs um upptöku og útsendingu á báðum vináttulandsleikjum Grikklands og Íslands í handknattleik karla.Þetta staðfesti Kjartan Vídó Ólafsson...
Fréttir
Streymi: Króatía – Austurríki kl. 19.15
Króatíska landsliðið, undir stjórn Dags Sigurðsson, mætir landsliði Austurríkis í 1. umferð forkeppni handknattleikskeppni Ólympíuleikanna, í Hannover klukkan 19.15. Leikurinn er frumraun Dags við stjórn á króatíska landsliðsins.Streymi frá leiknum er að finna hér fyrir neðan.https://www.youtube.com/watch?v=QkN8DwMoBGc
Efst á baugi
Alfreð ruddi fyrstu hindrun úr vegi
Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, ruddi úr vegi fyrstu hindrun sinni á leiðinni að keppnisrétti á Ólympíuleikunum í sumar þegar það vann landslið Alsír í upphafsleik undankeppnisriðils tvö í Hannover í kvöld. Lokatölur 41:29 fyrir Þýskaland sem var...
Nýjustu fréttir
Arnar Freyr verður vikum saman frá keppni
Arnar Freyr Arnarsson verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku vegna tognunar...