Leikmenn Olympiacos hituðu upp fyrir síðari úrslitaleikinn við Val í Evrópubikarkeppninni í dag með því að mæta og vinna Drama, 41:29, í fyrri undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni grísku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Leikurinn fór fram á heimavelli Olympiacos í Aþenu....
Landsliðsmennirnir Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson leika ekki með MT Melsungen í tveimur síðustu leikjum liðsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í dag.
Elvar Örn er tognaður á nára og hefur...
Annar úrslitaleikur Aftureldingar og FH um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla fer fram að Varmá í kvöld. Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson dómarar eiga að flauta til leiks klukkan 19.40.
Afturelding hafði betur í fyrstu viðureigninni sem fram fór í...
Elísa Elíasdóttir landsliðskona í handknattleik úr Vestmannaeyjum hefur samið við Íslands- og bikarmeistara Vals til næstu þriggja ára. Elísa, sem er línukona og einnig afar sterk varnarkona, hefur leikið stórt hlutverk hjá ÍBV undanfarin ár auk þess að eiga...
Alpla Hard, liðið sem Hannes Jón Jónsson þjálfar, tapaði fyrir Krems, 31:30, í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum austurrísku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Staðan er þar með jöfn, hvort lið hefur einn vinning. Næsta viðureign fer fram...
Innan við 200 miðar voru eftir til sölu á áttunda tímanum í kvöld á aðra viðureign Aftureldingar og FH í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla sem fram fer annað kvöld að Varmá. Stefnir í að síðustu miðarnir seljist...
Dagur Gautason, leikmaður ØIF Arendal, hefur verið valinn besti vinstri hornamaður norsku úrvalsdeildarinnar á nýliðinni leiktíð en þess dagana er verið að kynna hvaða leikmenn sköruðu fram úr úrvalsdeildunum tveimur, í karla- og kvennaflokki.
Alls skoraði Dagur 133 mörk í...
Borgakeppni Norðurlandanna, einnig nefnt Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna, hefst hér á landi á sunnudaginn og stendur fram til föstudagsins 31. maí. Úrvalslið Reykjavíkur í handknattleik stúlkna, fæddar 2010, tekur þátt í mótinu en einnig reyna unglingarnir með sér í knattspyrnu...
„Við eigum góða möguleika á að vinna Evrópubikarkeppnina þótt við séum fjórum mörkum undir eftir fyrri leikinn. Ekki er útilokað að vinna upp fjögurra marka forksot,“ er haft eftir Dimitris Tziras leikmanni Olympiacos á heimasíðu félagsins. Tziras og félagar...
Emilía Ósk Steinarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Hún var markahæsti leikmaður liðsins og ein helsta burðaárs FH-liðsins á nýliðinni leiktíð. M.a. skoraði Emilía Ósk 118 mörk í 18 leikjum FH í Grill 66-deildinni...