FH og ÍBV mætast í oddaleik í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika á sunnudagskvöldið. Flautað verður til leiks klukkan 19.40 en sennilega verður vissara að vera mættur fyrr en síðar.
Sé tekið mið af öllu gauragangnum sem verið...
Haukar mæta deildar,- og bikarmeisturum Vals í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik. Haukar unnu Fram í þriðja sinn í dag, að þessu sinni, 27:23, í Lambhagahöll Framara í Úlfarsárdal. Staðan í hálfleik var 11:9, Haukum í hag. Þar með...
„Þetta var ekkert smá. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins,“ sagði Karlotta Óskarsdóttir leikmaður handknattleiksliðs Gróttu í samtali við handbolta.is eftir að Karlotta og samherjar unnu Aftureldingu eftir tvíframlengdan leik og vítakeppni í umspili Olísdeildar kvenna í...
Grótta vann Aftureldingu, 32:29, eftir tvær framlengingar og vítakeppni í fjórðu viðureign liðanna í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Liðin mætast í odda leik að Varmá laugardaginn klukkan 16. Sigurlið þess leiks...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður hefur söðlað um og skrifað undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Aarhus United. Elín Jóna lék með EH Aalborg á nýliðnu tímabili og átti stóran þátt í að liðið vann næst efstu deild og...
Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður svissneska meistaraliðsins Kadetten Schaffhausen, er einn þriggja leikmanna sem valið stendur á milli í vali á leikmanni ársins í Sviss. Upplýst verður um hver hreppir hnossið á uppskeruhátið handknattleiksfólks í Sviss...
Arpad Šterbik sem árum saman var einn besti handknattleiksmarkvörður heims fékk hjartaáfall í gær og liggur inni í sjúkrahúsi. Vonir standa til þess að hann verði útskrifaður af sjúkrahúsi á næstu dögum en hann er úr lífshættu.
Šterbik, sem er...
Línur geta skýrst í þremur rimmum í úrslitakeppni og umspili Olísdeildanna í dag. Að vanda er hver leikurinn settur ofan í annan.Klukkan 15 tekur Fram á móti Haukum í þriðju umferð undanúrslita Olísdeildar kvenna í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal. Fram...
Handknattleiksmaðurinn Róbert Sigurðarson hefur ákveðið að róa á önnur mið í sumar eftir eins árs dvöl hjá norska úrvalsdeildarliðinu í Drammen. Hann nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum við félagið. Eftir því sem næst verður komist hefur...
Dagur Gautason og félagar ØIF Arendal eru komnir í sumarleyfi. Þeir töpuðu í gær fyrir Elverum í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, 41:30, á heimavelli. Eftir eins marks tap í fyrri leiknum á heimavelli...