- Auglýsing -
- Auglýsing -

​​​​​60 ár frá stórbreytingu! – tvöföld umferð tekin upp

Örn Hallsteinsson, FH, sækir að marki Fram. Guðjón Jónsson og Þorgeir Llúðvíksson, markvörður, er til varna. Eins og má sjá þá var oft þröngt á þingi að Háloglandi. Til hliðar, hægri, við markið eru aðstaða fyrir skiptimenn Fram, þjálfara og liðsstjóra. Þegar menn fóru inná þurftu þeir að hlaupa yfir vítateiginn. Það hefði ekki gengið hraðar skiptingar, eins og nú fara fram á miðjum velli!
- Auglýsing -

Það eru  liðin 60 ár síðan stór tímamót urðu hjá handknattleik á Íslandi. Tvöföld umferð var tekin upp í keppni meistaraflokks karla og byrjað var að leika „heima og heiman“ á Íslandsmótinu þegar meistarar voru krýndir 1963, en þó fóru allir leikir Íslandsmótsins fram að Hálogalandi, en síðan tók Laugardalshöllin við keppnistímabilið 1966-1967 og Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar fóru að leika heimaleiki sína í Íþróttahúsinu við Strandgötu keppnistímabilið 1971-1972.

Íþróttahúsið að Hálogalandi, stóð þar sem Skeiðarvogur er á milli Gnoðarvogs og Suðurlandsbrautar. Bragginn tók allt að 1.000 áhorfendur. Vallarstærð var ekki nema 11×28 metrar. Þar fóru fram allir leikir á Íslandsmótinu til 1966, að Laugardalshöllin var tekin í notkun. Til hægri má sjá Langholtsskóla/Menntaskólann við Sund.

 Það var mikill hugur í mönnum til að víkka sjóndeildarhringinn og efla handknattleik með því að koma á tvöfaldri umferð á Íslandsmóti karla, á fyrstu árum Handknattleikssambands Íslands, sem var stofnað 11. júní 1957. Lengi vel var það húsnæðisskortur sem hindraði það að tvöföld umferð færi fram, en allir leikir meistaraflokka og yngri flokka fóru fram að Hálogalandi. Margir mætir menn og stórkarlar í handknattleikssögu Íslands voru sammála því, að breyta þyrfti umgjörðinni í kringum Íslandsmót karla. Þar í flokki voru kappar eins og Hannes Þ. Sigurðsson, Gunnlaugur Hjálmarsson, Birgir Björnsson, Hallsteinn Hinriksson og Karl G. Benediktsson, svo einhverjir eru nefndir en þeir hafa allir komið mikið við sögu handknattleiksins, verið í landsliðsnefndum og landsliðsþjálfarar. Já, og forráðamenn í sínum félögum, sérsamböndum, nefndum og ráðum.

 Það var ljóst að til að lyfta handknattleiknum upp á hærra plan yrði að gera stórátak á öllu skipulagi á Íslandsmótinu. Á fjórða ársþingi Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, sem fór þá fram í húsakynnum KR við Kaplaskjólsveg í október 1961, urðu miklar umræður um tvöfalda umferð.

 Hannes Þ. Sigurðsson skýrði þá frá því, að á vegum HSÍ hefði starfað nefnd, er athuga skyldi leikskipulag Íslandsmótsins innanhúss. Auk Hannesar í nefndinni voru Birgir Björnsson og Jón Ásgeirsson. Hannes lagði fram ítarlega greinargerð frá nefndinni og sagði Hannes að hann vildi láta leika tvöfalda umferð. Rakti hann málið nánar, en því var vísað til nefndar laga- og leikreglna.

Gunnlaugur Hjálmarsson bregður tommustokk að hári Ásbjörns Sigurjónssonar, formanni HSÍ, er hann var klipptur; burstaklippingu á HM 1961 í Vestur-Þýskalandi. Hannes Þ. Sigurðsson er nýklipptur fyrir aftan.

 Gunnlaugur Hjálmarsson, þá landsliðsmaður og formaður Handknattleiksdeildar ÍR, átti stóran þátt í að tvöföld umferð var tekin upp á Íslandsmótinu 1963. Hann þakkaði nefndinni fyrir vel unnin störf, en sagðist ekki vera henni sammála um ýmis atriði. Gunnlaugur lauk máli sínu með því að leggja fram tillögu um breytingar á 5. gr., sem hljóðaði svo:

 „Heimilt er að hafa tvöfalda umferð í 1. og 2. deild, ef það er mögulegt, að áliti framkvæmdaraðila.“

  Valgeir Ársælsson, stjórnarmaður HSÍ, ræddi nokkuð um tillögur nefndarinnar og taldi hann ekki hægt að hafa tvöfalda umferð á Íslandsmótinu og lauk máli sínu með því að leggja fram aðra tillögu, sem hljóðaði svo: „Legg ég til að tillögu Gunnlaugs Hjálmarssonar verði vísað til milliþinganefndar um athugun á leikreglum og mótarreglum.“

  Árni Árnason, fyrsti formaður HSÍ, taldi það óframkvæmanlegt að hafa tvöfalda umferð, sökum húsnæðisvandamála.

 Hallsteinn Hinriksson, þjálfari FH, og Karl G. Benediktsson, þjálfari Fram (landsliðsþjálfarar) voru báðir hlynntir tvöfaldri umferð. Fyrir utan þingsalinn var vitað að leikmennirnir sjálfir voru hlynntir tvöfaldri umferð.

  Eftir að Íslandsmótinu 1962 lauk í apríl, var ljóst að eitthvað róttækt yrði að gera, til að auka áhugann á handknattleiknum. Fáir áhorfendur mættu á leiki í 1. deild karla, sem fóru fram á milli leikja í yngri flokkum að Hálogalandi, þannig að byrjendur léku fyrir og eftir leiki í meistaraflokki, sem var ekki spennandi umgjörð í kringum leiki þeirra bestu og laðaði ekki að áhorfendur.

FH – Fram (20:24) á Íslandsmót 1963. Sigurður Einarsson, Fram, fer inn af línu; fram hjá Auðni Óskarssyni, FH, og skorar. Gunnar Kjartansson, síðar þjálfari, milliríkjadómari og stjórnarmaður HSÍ, er drengurinn við súluna. Við súluna fjær má sjá Gunnlaug Hjálmarsson, ÍR og Hörð Kristinsson, Ármanni. Áhorfendur voru rétt við hliðarlínu. Eins og má sjá, þá var ekkert horn – vítateigslínan gett út að hliðarlínu. Stemningin var oft geysileg að Háloglandi og þá sérstaklega þegar Fram og FH mættust með alla sína öflugu landsliðsmenn.

Stórbreyting tilkynnt

 Í september 1962 kom stjórn HSÍ undir stjórn Ásbjarnar Sigurjónssonar frá Álafossi saman og var þá skipuð þriggja manna nefnd til að kanna möguleikann á að taka upp tvöfalda umferð og var rætt um að leika á tveimur stöðum; að Hálogalandi og Íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli. Sú hugmynd var ekki langlíf, því að það var langt að fara til Keflavíkur. Það myndi ekki auka aðsókn áhorfenda, sem væru ekki tilbúnir að leggja land undir fót, til þess að fylgjast með leikjum.

  Nefndarmenn voru Frímann Helgason, íþróttafréttamaður Þjóðviljans og stjórnarmaður ÍSÍ, Frímann Gunnlaugsson, KR  og Stefán Gunnarsson, Ármanni. Nefndarmenn skiluðu mjög ítarlegum tillögum, en nefndarmenn töldu að hér væri um stórbreytingu að ræða á íslenskum handknattleik, sem hefði átt að gera fyrir löngu.

 28. nóvember 1962 tilkynnti HSÍ að búið væri að ákveða að taka upp tvöfalda umferð í 1. deild karla 1963. Var hér um að ræða mikil breyting, sem margir höfðu lengi beðið eftir. 

 Byrjað var að leika tvöfalda umferð í 2. deild karla; 1968 og í 1. deild kvenna; 1970.

Úr tillögum

Í tillögum þriggja manna nefndarinnar voru m.a. eftirfarandi atriði:

* Þegar 1. deildarleikir fara fram, verði ekki keppt í öðrum flokkum.

* Á Hálogalandi leika, auk 1. deildarliða karla, aðeins 1. deild kvenna, 2. deild karla og nokkrir leikir í II. og III. flokki karla.

* Aðrir leikir fari fram í íþróttahúsum félaga (KR og Vals), og leikir b-liða yngri flokkanna fari fram í æfingatímunum, enda er þar aðallega um að ræða byrjendur sem áhorfendur hafa sáralítinn áhuga fyrir.

  Handknattleiksmenn voru ánægðir með að sjá hvað nefndin brást skjótt við með tillögur sínar. Það þótti sterkur leikur að minniháttar leikir töfðu ekki leik kvöld meistaraflokksliðanna í framtíðinni.

Örn Hallsteinsson, FH, sækir að marki Fram. Guðjón Jónsson og Þorgeir Llúðvíksson, markvörður, er til varna. Eins og má sjá þá var oft þröngt á þingi að Háloglandi. Til hliðar, hægri, við markið eru aðstaða fyrir skiptimenn Fram, þjálfara og liðsstjóra. Þegar menn fóru inná þurftu þeir að hlaupa yfir vítateiginn. Það hefði ekki gengið hraðar skiptingar, eins og nú fara fram á miðjum velli!

Vel heppnað – Ingólfur með markamet!

 Tvöföld umferð heppnaðist mjög vel og fjölmenntu áhorfendur á leikina að Hálogalandi, sem tók allt að 1.000 áhorfendur. Vallarstærð var ekki nema 11×28 metrar. Þar fóru fram allir leikir á Íslandsmótinu.

 Fram varði meistaratitil sinn; tapaði óvænt fyrir Víkingi (útileik) í fyrsta leiknum, 21:26, en vann hina níu. Lokastaðan var þannig:

Fram10901332:23618
Víkingur10712235:22415
FH10604273:24712
ÍR10316268:2957
KR10208251:2814
Þróttur10208222:2384

* KR vann Þrótt í aukaleik um fallið, 23:21.

Ingólfur Steinar Óskarsson setti tvöfald markamet á Íslandsmótinu 1963, skoraði 20 mörk í leik gegn ÍR og skoraði alls 122 mörk á mótinu.

* Ingólfur Steinar Óskarsson, Fram, varð markakóngur 1963 með því að skora 122 mörk, sem var met. Hann vann það afrek að skora 20 mörk í leik gegn ÍR, 48:24, sem var met.

Ég bið að heilsa,

sjáumst síðar!

Sigmundur Ó. Steinarsson.

Sigmundur hefur skrifað margar greinar fyrir handbolta.is. Allar snúa þær að sögu handknattleiksins og geyma ómetanlega fróðleik. Hlekk á nokkrar þeirra er að finna hér fyrir neðan.

Verða Svíar lagðir að velli eins og í Bratislava 1964?

Leika með sorgarbönd vegna andláts Karls G. Benediktssonar

Hannes Þ. kom heim með HM-boð frá Austur-Þjóðverjum

Svíar og Danir tóku Íslendinga í kennslustund

„Litli og stóri“ vöktu athygli í Árósum 1962!

ÓL Í 50 ÁR: ​​​​​„Létum Tékka hafa okkur út í tóma vitleysu!“

ÓL Í 50 ÁR: Hjalti gaf sjóvettlinga og Geir með handleggi á „kúluliðum“!​​​​​

ÓL Í 50 ÁR:​​​​​ Benedikt flutti gleðifréttir frá Madrid

Svana fyrst eftir „teinunum“ í Þýskalandi

„Furan“ og „rauðhærði villimaðurinn“

Geir himnasending fyrir Göppingen

Axel og Kristbjörg – meistarahjón!

Martröðin í Karl-Marx Stadt 1974 – endurtekur sig!

„Umbarnir“ voru ekki vaknaðir!

„Háspenna, lífshætta“ á Selfossi!

Daníel Þór fetar í fótspor afa síns – eftir 56 ár!

Axel með þýðingamesta vítakast Þýskalands!

Kókkassakast styrkti skothörku þeirra!

Íslendingar komu, sáu og sigruðu

Blaðamaður „stal“ aðalhlutverkinu!

Ólafur var sá besti

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir í fótspor Ólafs og Alfreðs?

Gísli Þorgeir fær tækifæri til að fagna!

Alfreð vildi ekki trana sér fram!

Þakkar pabba sínum og Alfreð!

Pabbi forseta Íslands lagði línuna fyrir Kiel!

Siggi Sveins skaut eins og John Wayne!

Alexander Petersson í sögubækurnar!

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -