- Auglýsing -
Útlokað hefur verið að Blær Hinriksson leikmaður Aftureldingar sé ökklabrotinn eftir að hafa meiðst á vinstri ökkla snemma leiks Fram og Aftureldingar í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í gær.
Vísir.is segir í dag að niðurstaða Örnólfs Valdimarssonar bæklunarlæknis sé sú að Blær hafi hlotið beinmar, liðbönd hafi skaddast og að liðbönd séu lítillega rifin.
Þrátt fyrir þetta allt saman ríkir von um að Blær geti mögulega leikið með Aftureldingu komist liðið alla leið í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Verður það að teljast talsverð bjartsýni ef liðbönd eru rifin.
- Auglýsing -