- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar sigur Krim í röð – Ikast kemur áfram á óvart

Leikmenn Ikast fagna. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Eftir fimm leiki í gær, laugardag, fóru síðustu þrír leikir 2. umferðar Meistaradeildar kvenna fram í dag. Krim sýndi sannfærandi frammistöðu gegn Esbjerg og vann með sex marka mun, 33 – 27 í Ljubljana. Þetta er aðeins í annað sinn í sögunni sem slóvenska liðinu tekst að hafa betur gegn því danska.

Bietigheim vann CSM Búkarest, 26 – 24, í miklum spennuleik þar sem að mestu munaði um frammistöðu Gabrielu Goncalves markmanns þýska liðsins. Þá hélt danska liðið Ikast áfram að koma á óvart. Núna var það franska liðið Metz sem laut í lægra haldi, 39 – 35.

  • Sigur Krim gegn Esbjerg er aðeins annar sigur liðsins gegn danska liðinu í sögu félagsins. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem Krim nær að vinna tvo fyrstu leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildarinnar frá tímabilinu 2013/14.
  • Slóvenski hægri hornamaðurinn Tamara Mavsar sem gekk til liðs við Krim eftir eins árs veru hjá ungverska liðinu Síófok, skoraði átta mörk í leiknum. Hún er þar með í þriðja sæti á lista þeirra markahæstu í Meistaradeildinni eftir tvær umferðir.
  • Markverðirnir voru í aðalhlutverki í leik Bietigheim og CSM Búkarest. Gabriela Goncalves markvörður þýska liðsins varði 18 skot og var með 43% markvörslu. Laura Glauser markvörður CSM varði 16 skot, 40%.
  • Ikast vann sinn fimmtugasta sigur í Meistaradeild kvenna með því að leggja Metz að velli. Auk þess er Ikast ósigrað í 13 Evrópuleikjum. Ikast vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð.
  • Viðureign Ikast og Metz var mikill markaleikur sem lauk með sigri danska liðsins, 39 – 36. Liðin skoruðu því samtals 75 mörk sem er það mesta sem hefur verið skorað í einum leik í sögu Meistaradeildarinnar.

Úrslit dagsins

A-riðill:

Bietigheim 26 – 24 CSM Búkarest (14 – 12).

Krim 33 – 27 Esbjerg (15 – 12).

Standings provided by Sofascore

B-riðill:

Metz 35 – 39 Ikast (17 – 20).

Keppni í Meistaradeild kvenna heldur áfram um næstu helgi þegar að 3. umferð riðlakeppninar fer fram.

Standings provided by Sofascore

Leikirnir í gær, laugardag:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -