Efst á baugi
Molakaffi: Ekki með gegn Cangas, sú yngsta fór á kostum, dómur fallinn, línumaður fer heim
Aron Pálmarsson var ekki í liði Barcelona sem vann Cangas á útivelli í gær í spænsku 1. deildinni í handknattleik, 39:24. Eins og fyrri daginn voru yfirburðir Barcelona-liðsins miklir en það skoraði 20 mörk gegn 13 í fyrri hálfleik....
Efst á baugi
Bietigheim beit frá sér
Íslendingaliðið Bietigheim náði loksins að sýna sínar bestu hliðar í kvöld þegar það vann öruggan sigur á Wilhelmshavener, 25:18, í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla. Bietigheim hafði yfirburði í leiknum frá upphafi og skoraði m.a. 11 af fyrstu...
Fréttir
Sætur sigur í grannaslag
„Við náðum okkur vel á strik í dag. Vörnin var flott og okkur tókst að spila skynsamlega í sókninni,“ sagði Aron Dagur Pálsson við handbolta.is í kvöld eftir að Alingsås vann Sävehof, 28:24 í Partille, heimavelli Sävehof, en um...
Fréttir
Varnarleikurinn var í molum
„Úff, það er erfitt að segja hvað gerðist en vörnin okkar var léleg og markvarslan lítil,“ sagði handknattleikskonan Sandra Erlingsdóttir í skilaboðum til handbolta.is í dag eftir að lið hennar, EH Aalborg, fékk slæman skell í toppbaráttu dönsku 1....
- Auglýsing-
Efst á baugi
Rúnar lét til sín taka – Viktor Gísli og félagar gripu gæsina
Rúnar Kárason átti framúrskarandi leik í dag þegar Ribe-Esbjerg vann óvæntan sigur á Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold, 31:29, í Álaborg í 16. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Tíu sætum munaði á liðunum fyrir leikinn í dag þar sem Álaborgarliðið var...
Efst á baugi
Rúmeninn hefur kvatt Þórsara
Ekkert verður af því að Rúmeninn Viorel Bosca taki upp þráðinn með handknattleiksliði Þórs á Akureyri á nýjan leik í Olísdeild karla hvenær sem keppni hefst aftur. Bosca hefur samið um starfslok sín hjá Þór eftir að hafa meiðst...
Fréttir
Þórir: Hafa komið sjálfum sér og öðrum á óvart
„Ég bý mitt lið undir hörkuleik,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins þegar handbolti.is heyrði stuttlega í honum seinni partinn í gær þar sem hann var í óða önn að búa lið sitt undir viðureignina við Króatíu í milliriðlakeppni...
Efst á baugi
Annar í langtímameiðslum hjá Aftureldingu
Miðjumaðurinn sterki, Sveinn Andri Sveinsson, verður ekki með Aftureldingu það sem eftir er þessa keppnistímabils hvenær sem það hefst á ný og hversu lengi sem það mun standa. „Sveinn Andri er úr leik á þessu keppnistímabili með okkur,“ sagði...
Fréttir
EM: Einn af stórleikjum mótsins framundan
Í dag fara fram tveir leikir í millriðli tvö á EM kvenna í handknattleik í Danmörku og verður fyrri leikurinn fyrr á dagskrá en venja er, eða klukkan 15 er Ungverjaland og Þýskaland leiða saman hesta sína. Um er...
Efst á baugi
Grétar Ari fór á kostum á milli stanganna
Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson átti stórleik á milli markstanganna hjá franska liðinu Nice í gærkvöld þegar það vann kærkominn sigur á Valence á heimavelli í næst efstu deild franska handboltans, 30:27, eftir að jafnt var að loknum fyrri hálfleik,...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
14864 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -