- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Harðarmenn halda sínu striki

Harðarmenn á Ísafirði halda sínu striki í Grill66-deild karla í handknattleik þrátt fyrir nokkurt hlé hafi verið á milli fyrstu og annarrar umferðar deildarinnar. Þeir unnu ungmennalið Selfoss í gærkvöld, 37:32, í rífandi góðri stemningi í íþróttahúsinu á Torfnesi...

Viktor Gísli nýtti tækifærið – Sveinn og Ágúst Elí öflugir

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, fékk tækifæri í dag með liði sínu GOG er það lagði Nordsjælland, 33:24, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik og endurheimti þar með efsta sæti deildarinnar af leikmönnum Aalborg sem hafa öðrum hnöppum að hneppa en...

Stórsigur sem gæti hafa verið dýru verði keyptur

Bikarmeistarar Vals unnu Víkinga með 12 marka mun, 30:19, í viðureign liðanna í Olísdeild karla í handknattleik í Víkinni í dag. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Valur hefur þar með fjögur stig eftir tvo leiki en...

Aldís Ásta kölluð inn fyrir Lovísu

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari handknattleik kvenna hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem mætir Serbum í undankeppni Evrópumótsins á morgun frá viðureigninni við Svía ytra á miðvikudagskvöld. Aldís Ásta Heimisdóttir, KA/Þór var kölluð inn í hópinn í stað Lovísu Thompson...
- Auglýsing-

Sex mörk hjá Bjarna Ófeigi

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var allt í öllu hjá IFK Skövde þegar liðið vann þunnskipað lið Redbergslid, 25:24, í Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þetta var þriðji sigur Skövde í sex leikjum í deildinni í haust.Bjarni Ófeigur...

U18: Slæm nýting en margt jákvætt

Danir höfðu betur í síðari vináttuleiknum við Íslendinga hjá liðum skipuð stúlkum 18 ára og yngri í Kolding í dag, 26:19, eftir að fjögurra marka munur var í hálfleik, 10:6. „Heilt yfir fínn leikur hjá okkur þrátt fyrir tap. Okkur...

U18: Danir eru yfir í hálfleik

Danir eru yfir, 10:6, gegn Íslendingum að loknum fyrri hálfleik í síðari vináttulandsleik þjóðanna skipað leikmönnum 18 ára yngri í kvennaflokki. Eins og í gærkvöld, þegar jafntefli varð, 25:25, er leikið í Kolding á Jótlandi.Í leiknum í dag er...

Nokkur handtök eftir áður en flautað verður til leiks

Framkvæmdir eru langt komnar við nýju íþróttahöllina í Búdapest í Ungverjalandi sem íslenska landsliðið mun leika í á Evrópumeistaramóti karla í byrjun næsta árs. Rúmir tveir mánuðir eru þangað til verktakinn á að skila af sér mannvirkinu fullbúnu. Keppnishöllin...
- Auglýsing-

Dagskráin: Reykjavíkurslagur og toppleikur í Grillinu

Keppni í 3. umferð Olísdeildar karla í handknattleik verður framhaldið í dag í Víkinni þegar Víkingar fá Íslandsmeistara og nýkrýnda bikarmeistara Vals í heimsókn klukkan 14. Víkingar eru að leita eftir sínum fyrstu stigum í deildinni eftir tap í...

Molakaffi: Haukur, Sigvaldi, Grétar, Gunnar Ingi, Jeruzalem Ormoz, Kaddah, Kules

Haukur Þrastarson skoraði átta mörk og Sigvaldi Björn Guðjónsson þrjú þegar Vive Kielce vann  Chrobry Glogow, 45:29, í pólsku 1. deildinni í gær. Kielce er með 15 stig að loknum fimm leikjum í deildinni og hefur að vanda nokkra...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18246 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -